Tímarit Máls og menningar - 01.05.1980, Page 35
Samhjálp eða stríð?
kenningum um nýja alþjóðlega efnahagsskipan sem enginn skilur! Við þurfum
að tala um raunhæfa, hlutlæga skipan mála, sem allir skilja.
Eg er ekki hingað kominn sem spámaður byltingarinnar, eða til þess að
krefjast eða óska þess að heimurinn skekist af ofbeldi. Ég er hingað kominn til
að tala um frið og samstarf þjóða í milli, og ég er kominn til að vara ykkur við;
því ef við bindum ekki endi á það ranglæti og misrétti sem nú ríkir, þá bíður
okkar ekkert annað en dómsdagur.
Vopnaskakið, hótanirnar og hrokinn verða að víkja af alþjóðlegum vettvangi.
Við höfum fengið nóg af þeirri blekkingu að vandamál heimsins sé hægt að
leysa með kjarnorkuvopnum. Sprengjur geta drepið hina hungruðu, sjúku og
ólæsu, en þær drepa ekki hungrið, sjúkdómana og ólæsið. Þær geta heldur ekki
drepið niður réttláta uppreisn fólksins — og í gereyðingunni munu hinir riku,
sem hafa mestu að tapa í þessum heimi, einnig farast.
Við skulum kveðja vopnin og snúa okkur á siðmenntaðan hátt að því að leysa
brýnustu vandamál okkar tíma. Það er helgasta skylda og ábyrgð allra stjórn-
málamanna heims. Það er auk þess forsendan fyrir áframhaldandi mannlífi á
jörðinni.
Ingibjörg Haraldsdóttirpýddi.
25