Tímarit Máls og menningar - 01.05.1980, Side 36
Guðbergur Bergsson
Með ljóði skal leita frelsis
Á 19- öld var alsiða í hinum siðaða, vestræna heimi að stjórnvöld sendu
skáld og menntamenn i útlegð, ef þeim þóttu hugsanir þeirra vera
óþægilegar og stríða gegn varðveislu valdsins, og dugðu nýlendur land-
anna þá sem geymslur fyrir þessa sakamenn og boðbera stöðugrar hugs-
unar.
Á fyrri helmingi þessarar aldar, þegar skáld og menntamenn urðu að
flýja föðurland sitt undan hreinsunareldi einræðisherranna, settust flestir
að í löndum sem höfðu einhvern tíma verið nýlendur ættlands þeirra, en
voru nú veitendur. Þannig urðu einræðisherrarnir ósjálfrátt og óviljandi
þess valdandi að evrópsk menning breiddist út með skjótari hætti en ella
hefði orðið, og þá tíðum þeir þættir hennar sem einræðisherrarnir vildu
feiga eða hugðust keyra undir sig. Um leið hófst blómlegt menningarlif í
áður kúguðum löndum, sem evrópubúar höfðu svipt sinni upprunalegu
menningu og jafnvel gereytt frumbyggjunum. Af þessu er auðsætt, að
menningin er tíðum í mótsögn við sjálfa sig. Og stundum virðist hún
raunar draga fram lífið á innri mótsögnum eða sækja sína hámenningu í
eigin ómenningu.
Nú leggja fá stjórnvöld sig fram við að beita menninguna fjandskap
eða hyggjast treysta erfðaeinveldi ætta eða þrýstihópa með því að senda
menntamenn og hugsuði í útlegð. En þrýstihópar eru óðum að taka við af
ættatengslum, vegna upplausnar fjölskyldunnar í nútíma þjóðfélagi;
næstum er hætt að spyrja hverrar ættar maður sé, heldur úr hvaða
þrýstihópi. Og fæðast nú börn inn í sinn þrýstihóp. En sá tímamóta-
bragur hverfandi aðals og rísandi borgara 19- aldarinnar, að gera fólk
útlægt, tíðkast aðeins í þeim löndum Evrópu þar sem valdhafar hugðust
sigra borgaraséttina og má út að eilífu hætti hennar og siðfræði í bylt-
ingu. I staðinn átti að stofna frjálst ríki verkamannsins, en valdhafar
virðast nú stefna jafnvel aftur fyrir borgaralega hugsun. Önnur stjórnvöld
26