Tímarit Máls og menningar - 01.05.1980, Síða 41
A1 eð Ijóði skal leita frelsis
orð og cr evrópsk stefna sem birtist mörgum negra sem bleikur bakhlut-
inn á hinum svarta, evrópska kapítalisma.
Þá sló þögn á allt og ný syfja vaknaði. Menn sem höfðu áður fyllst
eldmóði urðu nú áttavilltir og frelsisstríðið varð strax gullin fortíð. Á
þeim tímum ortu skáldin sjaldan á óbrenglaðri portúgölsku, því tunga
þeirra var sambland af kímbúndúmáli og afbakaðri portúgölsku. Og tala
flestir borgarbúar þá tungu. En portúgalskan hefur nú verið gerð að hinu
opinbera máli, því hinir lærðu leiðtogar mæla á portúgölsku, og heldur
nú raunverulega i fyrsta sinn portúgölsk menning innreið sína í huga
almennings gegnum skólana. Þannig útrýmirekki erlendi nýlenduherinn
þjóðmenningunni, heldur hinir nýju marxísku valdhafar: eyðileggingin
kemur jafnan að innan, en hinar ytri aðstæður vinna skemmdarverk.
Viriato da Cruz, sem lést í Peking, en ekki í Moskvu eins og félagi hans og
skáldbróðir, Agostinho Neto forseti, segir í gamansömu ádeilukvæði en
með ljúfum blæ hins liðna frá séffanum Santo, sem er þegar hér kemur
sögu snautt en glysgjarnt gamalmenni, en man sinn fífd fegri meðan
hann var ungur æringi og átti sand af seðlum, því eflaust stundaði svarti
séffinn smygl á tímum portúgala:
Santo Séffi
Þarna fer hann Santo séffi
með sinn staf í hendi.
Gullkeðja hlykkjast á brjósti
beint oní tóman vasa .. .
Þegar Santo séffi kemur
góna allir út um glugga:
— Góðan daginn, gamli minn!
— O, sæll vertu sjálfur.
— Kysst’ann nú karlinn.
— Hvernig líður?
— Daginn-daginn, Santo séffi!
— Ja, sælt veri nú fólkið!
31