Tímarit Máls og menningar - 01.05.1980, Page 46
Tímarit Má/s og menningar
um það á björtum morgni í portúgalskri borg hvað það er hábölvað að
þurfa að vera á lífi frá morgni til kvölds, í hinum óskaplega fábreytileik
sem blasir hvarvetna við augum, bæði i náttúrunni og mannlífinu, eins
og Jose Gomes Ferreira heldur áfram að segja frá:
Einnig er bölvað að vera alltaf á lífi
Einnig er bölvað að vera alltaf á lífi!
Sólin er sífellt eins og himinninn blár,
annaðhvort himinblár eða blár,
öskugrár, dimmur og næstum sægrænn . . .
Aldrei er himinninn í óvæntum lit.
Heimurinn breytist aldrei.
Trén, þau bera sín blóm
og lauf og aldin og fugla,
líkt og grænar vélar.
Landslagið breytist ekki heldur ögn.
Aldrei fellur rauður snjór
og aldrei fljúga blómin.
Tunglið er alveg augnalaust
og enginn málar augu á mánann.
Allt er vélrænt, nákvæmt og eins.
í þokkabót eru mennirnir alltaf menn.
Þeir andvarpa, drekka, hlæja og melta
án minnsta ímyndunarafls.
Og til eru fátækrahverfi, ævinlega óbreytt,
eilíf ræðuhöld Mússolínis,
gríðarlegur gorgeir, eilíf stríð
og eintómir kappakstursbílar . . .
Svo er mér skylt að lifa fram í rauðan dauðann!
36