Tímarit Máls og menningar - 01.05.1980, Page 47
Með Ijðdi skal leita frelsis
Mundi ekki vera manneskjulegra
að mega deyja í dálitla stund,
stöku sinnum
og byrja svo lífið aftur enn á ný
og finnast það vera nýtt og svipbreytt?
Æ, bara ég gæti framið sjálfsmorð í sex mánuði,
geispað golunni uppi á dívan
og hvílt höfuðið á svæfli,
handviss og öruggur um að þú vakir,
vina mín úr norðrinu!
Ef einhver kemur og eftir mér er spurt
þá svarar þú með brosi
og blíðu og Ijúfu hjarta:
„Hann deyddi sig í dögun
og mér dettur ekki í hug
að endurlífga hann vegna einhvers smáræðis.“
Á eftir kemur þú afar hljóðlát
og vakir yfir mér, vinaleg og gætin,
og tiplar á tánum, svo ekki raskist ró
dauðans sem sefur í örmum mér eins og drengur .. .
En dauðinn sefur ekki jafn ljúft í örmum allra manna. Ekki er öllum
ljóðskáldum leyft að brjóta heilann um kaldhæðni í stofunni heima.
Hópar portúgala hafa hrökklast í útlegð, annaðhvort vegna óþægilegra
skoðana í stjórnmálum eða fyrir þá sök að þeir neituðu að gegna her-
þjónustu í nýlendu.num. En hinir sem berjast eru ólæsir og kunna hvorki
að skrifa um né Segja frá hörmungum stríðsins á frambærilegan hátt. í
höndum ríkisvaldsins eru hermenn bara nauðsynlegir hlutir sem er raðað
í sveitir. Synir bændanna berjast fyrir sitt föðurland, sem þeir fá aldrei að
eiga til ræktunar, heldur aðeins sem óhlutkennda dyggð sem heimtar
blóð þeirra. Ólæsir og vinnulúnir faila þeir í valinn í þágu landeigenda,
líkt og þeir væru áburður.
37