Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.05.1980, Page 52

Tímarit Máls og menningar - 01.05.1980, Page 52
Tímarit Máls og menningar skuldum. Þótt allar alhæfmgar séu varhugavcrðar, þá fer það ekki á milli mála að þetta hlutfall er hættulega hátt. Engin vanþróuð þjóð getur eytt þannig 20% af útflutningstekjum sínum án þess að verða pólitískt háð lánardrottnum sínum. Þjóð sem er háð innflutningi fæðu, tækni og iðnvarnings lendir í lokuðum vítahring við slíkar aðstæður. Henni tekst aldrei að fá nóg fyrir líðandi stund. Þeir fjármunir se nauðsynlegir eru til að reisa við og byggja upp iðnað i þriðja heiminum verða að koma utan frá, án þess þó það leiði til frekari skuldaaukn- ingar þessara landa. Tvær leiðir eru hugsanlegar til að fullnægja þessu skilyrði. Sú fyrri er að stofnaður verði öflugur þróunarsjóður, sem í senn veiti þróunarlöndunum bæði hagstæð löng lán og óafturkræf fjárframlög. Þetta hefur m. a. verið til umræðu á fundum svokallaðrar Norður-Suður nefndar en formaður hennar er Willy Brandt fyrrverandi kanslari. Enn sér ekki fyrir endann á því. Hin leiðin er aukin fjárfesting fjölþjóðlegu auðhringanna, og þetta er sú leið sem sennilegust er eins og stendur. Auðhringar sækjast eftir efnahagslegri drottnun á einhverju sviði. Ymist eru það ódýr hráefni, vinnuafl eða ókeypis aðstaða, svo og það sem er eftirsóknarverðast nú á dögum — orka. Þetta er hlutverk þriðja heimsins í framtíðarspá sérfræðinga S. Þ. Það er enginn efi á því, að með tilkomu erlendra auðhringa aukast tekjur viðkomandi lands og allar aðstæður í þvísa landi skipta meira máli en áður fyrir auðhringinn og Vesturlönd um leið. Að því leyti er það rétt sem segir í Project 2000, að þeir tímar séu að baki þegar efnahagsleg framvinda var öll á eina lund og hafði í för með sér að eitt eða fleiri þróuð ríki gerðu önnur ríki sér háð. Olíuframleiðsluríkin hafa snúið dæminu við hvað þetta snertir — þar er ekkert álitamál lengur hvor er hvorum háðari. Menn hafa gælt við þá hugmynd að fleiri ríki slái sér saman og myndi eins konar hringa, þar sem saman fari ákvörðun verðs og framleiðslumagns viðkomandi hráefnis. Það eru duttlungar markaði er mun óhagstæðara en verðlag fullunninna vara sem seldar eru af markaði er mun óhagstæðara en verðlag fullunninna vara sem seld eru af fyrirtækjum sem ráða markaðnum. Engin hætta er á að vestræn ríki hækki hráefnaverð af sjálfsdáðum, fordæmi olíuríkjanna er því mikilvægt öðrum þróunarríkjum. Alþjóðlegir auðhringar geta eins og sagt var hér að framan leitt til tekju- aukningar í því landi sem þeir setjast að. En þeir leiða ekki til þeirrar þróunar efnahagslífsins sem efnahagslegt sjálfstæði þjóða. Þjóðir stökkva ekki úr alda- gamalli vanþekkingu, ólæsi og skorti til verkkunnáttu á einni nóttu. Það þarf mannsaldra til þess. 42
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134
Page 135
Page 136
Page 137
Page 138
Page 139
Page 140

x

Tímarit Máls og menningar

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.