Tímarit Máls og menningar - 01.05.1980, Page 52
Tímarit Máls og menningar
skuldum. Þótt allar alhæfmgar séu varhugavcrðar, þá fer það ekki á milli mála að
þetta hlutfall er hættulega hátt. Engin vanþróuð þjóð getur eytt þannig 20% af
útflutningstekjum sínum án þess að verða pólitískt háð lánardrottnum sínum.
Þjóð sem er háð innflutningi fæðu, tækni og iðnvarnings lendir í lokuðum
vítahring við slíkar aðstæður. Henni tekst aldrei að fá nóg fyrir líðandi stund.
Þeir fjármunir se nauðsynlegir eru til að reisa við og byggja upp iðnað i þriðja
heiminum verða að koma utan frá, án þess þó það leiði til frekari skuldaaukn-
ingar þessara landa.
Tvær leiðir eru hugsanlegar til að fullnægja þessu skilyrði. Sú fyrri er að
stofnaður verði öflugur þróunarsjóður, sem í senn veiti þróunarlöndunum bæði
hagstæð löng lán og óafturkræf fjárframlög. Þetta hefur m. a. verið til umræðu
á fundum svokallaðrar Norður-Suður nefndar en formaður hennar er Willy
Brandt fyrrverandi kanslari. Enn sér ekki fyrir endann á því.
Hin leiðin er aukin fjárfesting fjölþjóðlegu auðhringanna, og þetta er sú leið
sem sennilegust er eins og stendur. Auðhringar sækjast eftir efnahagslegri
drottnun á einhverju sviði. Ymist eru það ódýr hráefni, vinnuafl eða ókeypis
aðstaða, svo og það sem er eftirsóknarverðast nú á dögum — orka. Þetta er
hlutverk þriðja heimsins í framtíðarspá sérfræðinga S. Þ.
Það er enginn efi á því, að með tilkomu erlendra auðhringa aukast tekjur
viðkomandi lands og allar aðstæður í þvísa landi skipta meira máli en áður fyrir
auðhringinn og Vesturlönd um leið. Að því leyti er það rétt sem segir í Project
2000, að þeir tímar séu að baki þegar efnahagsleg framvinda var öll á eina lund
og hafði í för með sér að eitt eða fleiri þróuð ríki gerðu önnur ríki sér háð.
Olíuframleiðsluríkin hafa snúið dæminu við hvað þetta snertir — þar er ekkert
álitamál lengur hvor er hvorum háðari. Menn hafa gælt við þá hugmynd að
fleiri ríki slái sér saman og myndi eins konar hringa, þar sem saman fari
ákvörðun verðs og framleiðslumagns viðkomandi hráefnis. Það eru duttlungar
markaði er mun óhagstæðara en verðlag fullunninna vara sem seldar eru af
markaði er mun óhagstæðara en verðlag fullunninna vara sem seld eru af
fyrirtækjum sem ráða markaðnum. Engin hætta er á að vestræn ríki hækki
hráefnaverð af sjálfsdáðum, fordæmi olíuríkjanna er því mikilvægt öðrum
þróunarríkjum.
Alþjóðlegir auðhringar geta eins og sagt var hér að framan leitt til tekju-
aukningar í því landi sem þeir setjast að. En þeir leiða ekki til þeirrar þróunar
efnahagslífsins sem efnahagslegt sjálfstæði þjóða. Þjóðir stökkva ekki úr alda-
gamalli vanþekkingu, ólæsi og skorti til verkkunnáttu á einni nóttu. Það þarf
mannsaldra til þess.
42