Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.05.1980, Side 69

Tímarit Máls og menningar - 01.05.1980, Side 69
Serstaða Jóhanns Jónssonar verður á sinn hátt framandi í. En leið mannsins úr einangrun sinni og til hlutanna felst í því að gefa sig verðandinni, sem dauðinn er einnig þáttur í, á vald og láta hana enduróma í skáldskapnum, þannig að „jörðin“ fái mál og hefjist upp til hins ósýnilega. Það boðorð sem skáldið setur sjálfu sér felst í orðunum: Preise dem Engel die Welt .. . eða Beginn immer von neuem die nie zu erreichende Preisung En viðhorf Jóhanns eru af gjörólíkum toga, því þau grundvallast á ískaldri raunhyggju, sem gerir skörp skil milli hins huglæga og hins hlutlæga, milli ímyndunar og raunveruleika, og skáldskapurinn verður því í augum Jóhanns fremur til þess að fylla í eyður hins nakta raunveruleika en að gefa honum mál eða umskapa sem slíkan. I ritgerð um ísland, sem Jóhann skrifaði á þýzku og þar sem talið berst meðal annars að íslendinga sögum og tilurð þeirra, setur hann fram ýmsar hugmyndir, sem má í rauninni líta á sem fagurfræðilegan og heimspekilegan grundvöll Saknaðar og því full ástæða til að birta þann kafla hér í þýðingu, en hann hljóðar svo: „Hinn mikli skáldskapur íslendinga er barátta, sú barátta sem mannsandinn hlýtur að heyja við tómið. Hvar sem norræna víkinga bar að, urðu fyrir þeim gróðursæl, vinaleg lönd, þar sem lífið þreifst, og þetta líf tók við þeim og þeir gátu þrifizt með því. Þeir hurfu þar, eins og þeir höfðu komið, sem útlendingar — og létu ekki eftir sig nein spor. Aðeins á íslandi varð fyrir þeim tómt, harðbýlt land, og þar þurftu þeir, vegna krappra aðstæðna, að búa langt hver frá öðrum, þar sem voru víðáttumiklir, einmanalegir hagar. En maðurinn er félagsvera, og eigi hann ekki annars kost, fyllir hann einveru sína eigin draumum. Hann varpar, svo að segja, mynd sjálfs sín i umhverfi sitt. Hin smáa íslenzka þjóð hvarf inn í viðáttur þessa stóra, ónumda lands sins, en hún bætti inn í það myndum imyndunarafls síns, imyndunarafls sem ekkert fékk stöðvað og sem óf sig eins og gróskumikill vafningsviður um hið stór- brotna landslag. Sérhvert fjall, sérhver hóll, sérhver dalur glæddist lífi, er hann hlaut hugþekkt, kunnuglegt nafn, sem minningar tengdust við og sögur voru á kreiki um. Hinir framliðnu lifðu áfram, hver i sinni sögu, lífi, sem mun aldrei enda, og þannig fylltist landslagið æ meir þyrpingu hugarsýna. Sá raunveruleiki, það sannsöglisyfirbragð sem þeim hlotnast einnig i þessum sýndarheimi skáld- 59
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132
Side 133
Side 134
Side 135
Side 136
Side 137
Side 138
Side 139
Side 140

x

Tímarit Máls og menningar

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.