Tímarit Máls og menningar - 01.05.1980, Qupperneq 70
Tímarit Máls og menningar
skaparins segir meir en nokkuð annað til um sköpunarvilja höfunda hans. Þessi
skáldskapur var ekkert skýjaflug, ósvikinn sannleiksblær hans skapaðist af þeirri
neyð sem er frómasti aflvaki allrar listar: þörfmni fyrir lífsblekkingu.“
Af þessum orðum má vera ljósara, hvers vegna Jóhann ávarpar blekkinguna í
kvæði sínu, Söknuði, og kallar hana „heilaga blekking", því þar er átt við
skáldskapinn, sem eftir skilgreiningu Jóhanns er sprottinn af þörfinni fyrir
lífsblekkingu og er barátta við tómið, hvort sem það er tóm náttúrunnar eða
tóm hversdagsleikans. Hann er þau „annarlegu orð“ sem geta vakið okkur af
svefni vanans, kannski „drykklanga stund“, sá „brunnur undursamleikans“ sem
getur veitt okkur stundarsvölun, áður en hann, hverfull sem „vængjablik
svífandi engla“ drukknar i „æði múgsins og glaumsins“. Það má líta á Söknuð
sem persónulegt kvæði eins manns, en það má einnig sjá í því endurspeglast
vanda aldarinnar allrar, tuttugustu aldar, og þá tómleikakennd sem hún hefur
uppskorið, eftir að hugsjónir fyrri tíma hafa reynzt haldlitlar og blasa virðist við
merkingarleysi alls. En þótt Söknuður bendi okkur ekki á neitt ákveðið svar,
væri rangt að segja, að í kvæðinu rikti tónn biturrar uppgjafar eða lifsflótta:
einmitt hin áleitna spurning hvari sem kvæðið hefst með og því lýkur með, er
visbending um, að leitinni sé ekki auðhætt og blekkingin kunni, þegar allt
kemur til alls, að vera annað og meira en blekking:
Og eyðileik þrungið
hvíslar vort hjarta
hljótt út i bláinn:
Hvar?. .. Ó hvar?
60