Tímarit Máls og menningar - 01.05.1980, Side 78
Tímarit Máls og menningar
auk fjölda guðrækilegra bóka, flestra þýddra úr dönsku og þýsku. Hann kom því
til leiðar að kennarar og skólameistarar við latínuskólana skyldu vera íslend-
ingar; þeir fyrstu þeirra höfðu verið danskir. Frá því laust eftir 1570 hafa allir
skólameistarar latínuskólanna gömlu verið menntaðir í Kaupmannahöfn; svo
var og um rektorana á Bessastöðum og í Reykjavík allt fram til ársins 1965, og
enn eru tveir menntaskólar í Reykjavík undir stjórn rektora sem lokið hafa námi
við Hafnarháskóla. Sama er og að segja um flesta kennara við þessa skóla langt
fram á þessa öld. Það verður naumast ofmetið hver áhrif þessi tengsl við
Hafnarháskóla hafa haft á kennslu í æðri skólum íslenskum, enda þótt erfitt sé
að gera sér grein fyrir því í einstökum atriðum fyrr á öldum. Þess skal enn
minnst í þessu sambandi að Guðbrandur biskup átti upptökin að því að
Islendingar fengu áðurnefnd forréttindi til kommúnítetsins og naut þar
aðstoðar Pouls Madsens; vafalaust hefur hann viljað tryggja með því að hæfir
kennarar fengjust að latínuskólunum.
Ekki þarf orðum að því að eyða að sú stefna i kirkjumálum sem Guðbrandur
biskup festi í sessi á íslandi fylgdi trúlega þeim rétttrúnaði sem réð ríkjum við
Hafnarháskóla, og sama er að segja um eftirmenn hans. Allir íslenskir biskupar
fram að 1938 — að einum undanskildurn — hafa verið lærðir í Kaupmanna-
höfn, en af því leiddi að þær guðfræðikenningar sem þar voru efstar á baugi hafa
mótað íslensku kirkjuna, auk þess sem dönsk kirkjulöggjöf tók lengst af einnig
til Islands. Verulegur hópur presta var þar að auki lærður í Hafnarháskóla, og í
þeim hópi voru flestir höfuðklerkar; en jafnvel prestar sem höfðu ekki annan
lærdóm en úr latínuskólunum fengu hann hjá kennurum sem menntaðir voru í
Hafnarháskóla, og sama var að segja um prestaskólakandídata eftir 1847. Það er
því ekki ofmælt að Hafnarháskóli hafi mótað íslenska kirkju allt frá siðskiptum
fram á þessa öld.
Enda þótt guðfræðin væri frá upphafi og lengi síðan aðalnámsgrein við
Hafnarháskóla, komu áhrif þaðan snemma fram á öðru sviði og áttu eftir að
draga þar langan slóða sem ekki sér fyrir endann á ennþá. Það var sá húmanismi
sem setti svip sinn á vissa þætti danskrar menningar, ekki síst sagnaritun þeirra,
í lok 16. aldar. Brautryðjandinn af hálfu Islendinga á þessu sviði var Arngrímur
Jónsson lærði, sem var frændi Guðbrands biskups og hafði stundað nám við
Hafnarháskóla 1584—88. Hann varð fyrstur íslendinga til þess að gefa latínurit
út á prent, það fyrsta 1593, deilurit gegn miður loflegum ummælum erlendra
höfunda um ísland og íslendinga. Þetta rit, Brevis commentarius de Islandia,
varð tilefni þess að danskir sagnfræðingar hvöttu hann til þess að safna
heimildum um sögu Norðurlanda úr íslenskum fornritum. Þessu verki lauk
68