Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.05.1980, Side 78

Tímarit Máls og menningar - 01.05.1980, Side 78
Tímarit Máls og menningar auk fjölda guðrækilegra bóka, flestra þýddra úr dönsku og þýsku. Hann kom því til leiðar að kennarar og skólameistarar við latínuskólana skyldu vera íslend- ingar; þeir fyrstu þeirra höfðu verið danskir. Frá því laust eftir 1570 hafa allir skólameistarar latínuskólanna gömlu verið menntaðir í Kaupmannahöfn; svo var og um rektorana á Bessastöðum og í Reykjavík allt fram til ársins 1965, og enn eru tveir menntaskólar í Reykjavík undir stjórn rektora sem lokið hafa námi við Hafnarháskóla. Sama er og að segja um flesta kennara við þessa skóla langt fram á þessa öld. Það verður naumast ofmetið hver áhrif þessi tengsl við Hafnarháskóla hafa haft á kennslu í æðri skólum íslenskum, enda þótt erfitt sé að gera sér grein fyrir því í einstökum atriðum fyrr á öldum. Þess skal enn minnst í þessu sambandi að Guðbrandur biskup átti upptökin að því að Islendingar fengu áðurnefnd forréttindi til kommúnítetsins og naut þar aðstoðar Pouls Madsens; vafalaust hefur hann viljað tryggja með því að hæfir kennarar fengjust að latínuskólunum. Ekki þarf orðum að því að eyða að sú stefna i kirkjumálum sem Guðbrandur biskup festi í sessi á íslandi fylgdi trúlega þeim rétttrúnaði sem réð ríkjum við Hafnarháskóla, og sama er að segja um eftirmenn hans. Allir íslenskir biskupar fram að 1938 — að einum undanskildurn — hafa verið lærðir í Kaupmanna- höfn, en af því leiddi að þær guðfræðikenningar sem þar voru efstar á baugi hafa mótað íslensku kirkjuna, auk þess sem dönsk kirkjulöggjöf tók lengst af einnig til Islands. Verulegur hópur presta var þar að auki lærður í Hafnarháskóla, og í þeim hópi voru flestir höfuðklerkar; en jafnvel prestar sem höfðu ekki annan lærdóm en úr latínuskólunum fengu hann hjá kennurum sem menntaðir voru í Hafnarháskóla, og sama var að segja um prestaskólakandídata eftir 1847. Það er því ekki ofmælt að Hafnarháskóli hafi mótað íslenska kirkju allt frá siðskiptum fram á þessa öld. Enda þótt guðfræðin væri frá upphafi og lengi síðan aðalnámsgrein við Hafnarháskóla, komu áhrif þaðan snemma fram á öðru sviði og áttu eftir að draga þar langan slóða sem ekki sér fyrir endann á ennþá. Það var sá húmanismi sem setti svip sinn á vissa þætti danskrar menningar, ekki síst sagnaritun þeirra, í lok 16. aldar. Brautryðjandinn af hálfu Islendinga á þessu sviði var Arngrímur Jónsson lærði, sem var frændi Guðbrands biskups og hafði stundað nám við Hafnarháskóla 1584—88. Hann varð fyrstur íslendinga til þess að gefa latínurit út á prent, það fyrsta 1593, deilurit gegn miður loflegum ummælum erlendra höfunda um ísland og íslendinga. Þetta rit, Brevis commentarius de Islandia, varð tilefni þess að danskir sagnfræðingar hvöttu hann til þess að safna heimildum um sögu Norðurlanda úr íslenskum fornritum. Þessu verki lauk 68
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132
Side 133
Side 134
Side 135
Side 136
Side 137
Side 138
Side 139
Side 140

x

Tímarit Máls og menningar

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.