Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.05.1980, Síða 81

Tímarit Máls og menningar - 01.05.1980, Síða 81
Hafnarháskóli og /s/ensk menning vissan hátt komið hugmyndum á framfæri sem síðar urðu að vopnum einmitt gegn þessum skoðunum. Lítum nú á áþreifanlegri atriði og spyrjum: hvað varð um íslensku stúdent- ana sem sneru heim frá háskólanum á fyrstu öldum hans? Flestir urðu andlegrar stéttar menn; um það bil tveir þriðju hlutar þeirra sem lifðu af námsár sin fram um 1700 urðu prestar, biskupar eða skólameistarar. Um fáeina er kunnugt að þeir fengust við læknisfræði og náttúrufræði á námsárunum, en flestir þeirra fengu þó klerklegt embætti að lokum, enda var fárra annarra kosta völ; ýmsir þeirra höfðu þó nokkur not óguðfræðilegs lærdóms í prestsstarfi sínu. Tæplega 10% urðu veraldlegir embættismenn, þ.e. sýslumenn og lögmenn. í því sam- bandi er rétt að benda á að embættispróf í lögfræði var ekki til við Hafnarhá- skóla fyrr en upp úr 1732, svo að fyrir þann tíma var þar ekki um að ræða eiginlega lögfræðimenntun. En svo bregður við að á 18. öld luku nær fimmtíu Islendingar lögfræðiprófi og fengu síðan veraldleg embætti, allt upp í stöður amtmanns og stiftamtmanns. Hlutfallstala þeirra sem fengu klerkleg embætti á 18. öldinni fór aftur á móti lækkandi, varð um 40%, eða heldur lægri en þeirra sem veraldleg embætti hlutu. A síðari helmingi 18. aldar komu fyrstu læknarnir sem lærðir voru í Kaupmannahöfn til Islands; landlæknisembætti var sett á stofn 1760 og Bjarni Pálsson skipaður í það; það var fyrsti vísirinn að opinberri læknaskipun á íslandi. En læknismenntun Islendinga komst þó ekki á skrið fyrr en á 19. öld. Breytingamar sem gerðar voru á skipulagi Hafnarháskóla 1732 báru einnig ávöxt á öðrum sviðum meðal íslenskra stúdenta. Hugmyndum fræðslustefn- unnar jókst smátt og smátt fylgi, og hjá Islendingum kom það fram í vaxandi áhuga á náttúruvísindum, stærðfræði og ýmsum hagnýtum greinum. Tveir styrkþegar Arnastofnunar, Eggert Olafsson og Bjarni Pálsson, sem stunduðu nám í náttúrufræði og læknisfræði, lögðu upp í rannsóknarferð til íslands árið 1750. Arangur þeirra þótti svo markverður að vísindafélagið danska kostaði ferðir þeirra áfram í sex ár, svo og samningu rits um rannsóknir þeirra. Ferðabók þeirra var fyrsta náttúrufræðileg lýsing Islands og lengi undirstaða frekari tannsókna. En athyglisvert er að Árnastofnun átti sinn þátt i þvi að þessar rannsóknir hófust, og þeir félagar héldu Árnastyrknum meðan á verkinu stóð. Eggert Ólafsson var þar að auki fyrsta íslenska skáldið sem orti i anda fræðslu- stefnunnar og hafði fullan hug á ýmsum hagnýtum framförum; sviplegt fráfall hans batt þó bráðan enda á öll slík áform. Á síðari helmingi 18. aldar hafði myndast eins konar nýlenda islenskra 71
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116
Síða 117
Síða 118
Síða 119
Síða 120
Síða 121
Síða 122
Síða 123
Síða 124
Síða 125
Síða 126
Síða 127
Síða 128
Síða 129
Síða 130
Síða 131
Síða 132
Síða 133
Síða 134
Síða 135
Síða 136
Síða 137
Síða 138
Síða 139
Síða 140

x

Tímarit Máls og menningar

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.