Tímarit Máls og menningar - 01.05.1980, Síða 81
Hafnarháskóli og /s/ensk menning
vissan hátt komið hugmyndum á framfæri sem síðar urðu að vopnum einmitt
gegn þessum skoðunum.
Lítum nú á áþreifanlegri atriði og spyrjum: hvað varð um íslensku stúdent-
ana sem sneru heim frá háskólanum á fyrstu öldum hans? Flestir urðu andlegrar
stéttar menn; um það bil tveir þriðju hlutar þeirra sem lifðu af námsár sin fram
um 1700 urðu prestar, biskupar eða skólameistarar. Um fáeina er kunnugt að
þeir fengust við læknisfræði og náttúrufræði á námsárunum, en flestir þeirra
fengu þó klerklegt embætti að lokum, enda var fárra annarra kosta völ; ýmsir
þeirra höfðu þó nokkur not óguðfræðilegs lærdóms í prestsstarfi sínu. Tæplega
10% urðu veraldlegir embættismenn, þ.e. sýslumenn og lögmenn. í því sam-
bandi er rétt að benda á að embættispróf í lögfræði var ekki til við Hafnarhá-
skóla fyrr en upp úr 1732, svo að fyrir þann tíma var þar ekki um að ræða
eiginlega lögfræðimenntun. En svo bregður við að á 18. öld luku nær fimmtíu
Islendingar lögfræðiprófi og fengu síðan veraldleg embætti, allt upp í stöður
amtmanns og stiftamtmanns. Hlutfallstala þeirra sem fengu klerkleg embætti á
18. öldinni fór aftur á móti lækkandi, varð um 40%, eða heldur lægri en þeirra
sem veraldleg embætti hlutu. A síðari helmingi 18. aldar komu fyrstu læknarnir
sem lærðir voru í Kaupmannahöfn til Islands; landlæknisembætti var sett á
stofn 1760 og Bjarni Pálsson skipaður í það; það var fyrsti vísirinn að opinberri
læknaskipun á íslandi. En læknismenntun Islendinga komst þó ekki á skrið fyrr
en á 19. öld.
Breytingamar sem gerðar voru á skipulagi Hafnarháskóla 1732 báru einnig
ávöxt á öðrum sviðum meðal íslenskra stúdenta. Hugmyndum fræðslustefn-
unnar jókst smátt og smátt fylgi, og hjá Islendingum kom það fram í vaxandi
áhuga á náttúruvísindum, stærðfræði og ýmsum hagnýtum greinum. Tveir
styrkþegar Arnastofnunar, Eggert Olafsson og Bjarni Pálsson, sem stunduðu
nám í náttúrufræði og læknisfræði, lögðu upp í rannsóknarferð til íslands árið
1750. Arangur þeirra þótti svo markverður að vísindafélagið danska kostaði
ferðir þeirra áfram í sex ár, svo og samningu rits um rannsóknir þeirra. Ferðabók
þeirra var fyrsta náttúrufræðileg lýsing Islands og lengi undirstaða frekari
tannsókna. En athyglisvert er að Árnastofnun átti sinn þátt i þvi að þessar
rannsóknir hófust, og þeir félagar héldu Árnastyrknum meðan á verkinu stóð.
Eggert Ólafsson var þar að auki fyrsta íslenska skáldið sem orti i anda fræðslu-
stefnunnar og hafði fullan hug á ýmsum hagnýtum framförum; sviplegt fráfall
hans batt þó bráðan enda á öll slík áform.
Á síðari helmingi 18. aldar hafði myndast eins konar nýlenda islenskra
71