Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.05.1980, Page 84

Tímarit Máls og menningar - 01.05.1980, Page 84
Tímarit Máls og menningar skáldið og náttúrufræðingurinn Jónas, málfræðingurinn og fagurkerinn Konráð, lögfræðingurinn Brynjólfur og upplýsingarmaðurinn og fram- kvæmdamaðurinn Tómas. Fjölnir varð uppreisnartákn, boðberi nýrra tíma, enda þótt útgefendurnir ættu ekki alltaf skap saman. Baráttumaður allt annarrar gerðar var Jón Sigurðsson, sem kom til Kaupmannahafnar 1833. Hann las klassíska málfræði hjá Madvig og Brondsted, heimspeki hjá Poul Martin Maller og hagfræði hjá A.F. Bergsoe. Ungur stúdent varð hann styrkþegi Arnastofnunar og síðar ritari Árnanefndar og varð kunn- ugri Árnasafni en nokkur annar samtímamaður hans. Fílólógísk menntun hans var undirstaða mikillar útgáfustarfsemi, þar sem hann ruddi nýjar brautir, og víðtækrar þekkingar á sögu Islendinga. Þessi fræðilegi grundvöllur ásamt sjaldgæfum forustuhæfileikum gerði hann að pólitískum leiðtoga Islendinga ævilangt. Þróun Hafnarháskóla á 19. öld hafði vitaskuld úrslitaáhrif á námsgreinaval islenskra stúdenta. Ný menntasvið drógu stúdenta að sér, enda þótt gömlu aðalgreinarnar, guðfræði og lögfræði, væru fjölmennastar framan af öldinni. Eftir að prestaskóla var komið á fót í Reykjavík 1847 fækkaði guðfræðistúd- entum i Höfn verulega; sumir hófu guðfræðinám í Höfn en luku þvi í Reykjavík. Hinsvegar fjölgaði stúdentum i öðrum greinum að mun. Lög- fræðingar voru stærsti hópurinn, enda engin furðá, þar sem æ fleiri þeirra áttu starfa visan í íslenskri stjórnsýslu. Háskólakennsla í lögfræði komst ekki heldur á hér heima fyrr en 1908; þangað til var Kaupmannahöfn eini staðurinn þar sem Islendingar stunduðu lögfræðinám. Læknastúdentum fór ört fjölgandi í Höfn á 19. öldinni. Að visu prófaði landlæknir fáeina íslenska læknastúdenta í Reykja- vík, en eiginleg læknismenntun komst ekki á fyrr en læknaskólinn var stofnaður 1876. Kennsluskilyrði voru þar frumstæð framan af, og margir íslendingar stunduðu læknanám í Höfn eftir sem áður, þó að nokkrir þeirra lykju prófi í Reykjavik. En smátt og smátt bættust aðrar námsgreinar i hópinn. Vinsælust var lengi fílólógía, sem út af fyrir sig var ekkert undrunarefni, vegna þeirrar stöðu sem islensk og norræn fræði höfðu í Höfn. I fyrstu lásu flestir klassíska fílólógiu, þar sem embættispróf i norrænni filólógíu var ekki til fyrr en á siðari helmingi aldarinnar; fyrsti maðurinn sem lauk meistaraprófi i þeirri grein var Benedikt Gröndal (1863). Margir þeirra sem framan af lögðu stund á filólógiu luku aldrei embættisprófi, en það kom ekki i veg fyrir að ýmsir þeirra urðu hinir ágætustu fræðimenn; ekki þarf annað en að nefna menn eins og Jón Sigurðsson, Konráð 74
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134
Page 135
Page 136
Page 137
Page 138
Page 139
Page 140

x

Tímarit Máls og menningar

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.