Tímarit Máls og menningar - 01.05.1980, Síða 90
Jan Kott
Shakespeare á meðal vor
Stafur Prosperós
engin sál
gat varizt æði og örvæntingar fáti.
('Ofviðrið, I, 2)
I
Það liður að lokuni sýningar. I síðasta sinn hefur Prosperó kallað á Aríel og
dregið töfra-hring. Höfuðskepnur hafa látið sefast, ofviðrinu hefur slotað,
Prosperó snýr aftur til manna og afsalar sér töfra-valdi sinu.
þann gráa galdur
sver ég nú fyrir samt; og er ég heyri
þann himintæra hljóm, sem nú berst til mín
þá brýt ég töfra-stafinn,
og faðm af faðmi fel ég hann i jörö ... (V,l)
Fljótt á litið virðist Ofviðrið fara betur en nokkurt annað meiri háttar Shake-
speares-leikrit. Prosperó kemst aftur til valda i Mílanó. Alonsó, konungur í
Napólí, hefur fundið son sinn og iðrast svikráða sinna. Aríel hefur fengið frelsi
og horfið út i tært loftið. Kalíbani hefur skilizt, að hann hugði drykkjurút
guðlega veru. Elskendurnir ungu, Míranda og Ferdínand, sitja að tafli um
konungsríki. Skipinu er borgið; það bíður þeirra á lygnum vogi. Afglöp og
glæpaverk eru fýrirgefin. Jafnvel bræðrunum tveimur, svikurunum, er boðið til
náttverðar í skýli Prosperós. Það er kvöld, kyrrlátt stundarkorn eftir ofviðri.
Veröldin hafði vikið af braut sinni — svo sem í Hamlet segir: „Ur liði er öldin“
— en nú er hún aftur komin á rétta leið.
í einni ferð
fann .... Prosperó
.. . ríki sitt á eyði-hólma; og allir
fundum vér þá oss sjálfa, þegar sízt var
nokkur með sjálfum sér. (V,l)
80