Tímarit Máls og menningar - 01.05.1980, Síða 96
TímaritMáls og menningar
unni, hinni eilífu sögu, endalausu vélgengi hennar, sem ekki breytist. Það er
endurtekið í söguleikjunum og harmleikjunum — í Hamlet og Makbeð —
jafnvel í gleðileikjunum, því þetta tem kemur fyrir í Líku líkt og í Sem yáur
þóknast. Aðeins í rómversku harmleikjunum eru leikpersónur aðrar, enda þótt
vél sögunnar og valdabaráttunnar sé hin sama; þar eru að verki öldungaráðið og
lýðurinn, valdshöfðingjar, alþýðustjórar og herforingjar.
í frásögn Prosperós er söguleg umgjörð lénsskipulagsins gerð ljós, hreinsuð
af öllu rósamáli og allri tilviljun, næstum svipt nöfnum og sérkennum; hún er
afhverf eins og formúla. Saga Prosperós er kjarninn úr ritverki Machiavellis,
Þjóðhöfðingjanum.
. .. í vísindum . . .
. . . þau áttu hug minn allan,
en bróður minum fól ég stjórnar-störfm,
varð ókunnugur málum rikis mins.
Frændi þinn sveik mig, — ...
Þegar hann hafði lært þá list að veita
og synja bæn, að efla gengi annars
og hefta ofvöxt hins, skóp hann að nýju
þá sem ég kom til manns, . . .
og stillti
hvert hjarta svo sem bezt lét í hans eyrum,
varð mistilteinn á mínum valda-stofni,
mergsaug hann bæði og huldi. — ...
Svo enginn veggur greindi hlutverk hans
frá f>eim sem lét hann leika, hóf hann sig
til einvaldsherra i Milanó.
. . . hann kom i kring þeim gerðum
við konunginn í Napóli
að gjalda skatt til hans, og lúta honum
þá nótt
hliðum borgarinnar
lauk . . . upp . . . (1,2)
Frásögn Prosperós er lýsing á valdastreitu, ofbeldi og samsæri. En hún á ekki
aðeins við hertogadæmið Mílanó. Sama hugmið kemur fram aftur í sögunni af
86