Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.05.1980, Page 101

Tímarit Máls og menningar - 01.05.1980, Page 101
Stafur Prosperós Bruno komst að. Eitt er víst; Ofviðrió er víðs fjarri einfeldnings-hrifningu og barnalegu stolti þeirra sem fyrstir urðu vitni hinna miklu landafunda. Þær spurnir sem Ofviðrið vekur, eru heimspekilegar og bitrar. Siðbótar-leikur sá, sem Prosperó setur á svið, mun standa skemur en fjórar stundir. En eyjan sjálf er handan við tímann. A henni er bæði vetur og sumar. Prosperó skipar Aríel ,,að renna skeið á stinnum norðanstormi og .. . í æðum jarðar þegar hún klæðist klaka-brynju.“ Á eynni er salt og ferskt vatn, hrjóstrugt land og frjósamt, aldinlundir og fúafen. Þar er krökkt af hnetum, þroskuðum eplum, og ætisveppum á skógi. Eyjan er byggð öpum, broddgöltum, nöðrum, leðurblökum og pöddum. Skjóir eiga hér hreiður sín, mávar hreykja sér á klettum. Hér spretta ber, ýmislegt er af skelfiski; þyrnar rífa í fætur; hundar heyrast gelta og hanar gala. Ritskýrendur, sem fjallað hafa um Ofviðrið, sjá á eyju þessari arkadíska nátt- úru-blíðu. Þeir túlka verkið eflaust samkvæmt vondum leiksýningum, þar sem eru dansmeyjar og gagnsæ tjöld. Þeir sjá ævintýri og listdans allan tímann. Þá er fremur takandi mark á þeim sem rata í æðis-raunina á eyju þessari: Hér býr öll flma-kvöl og kynja-mögn! ó, komi himncsk vernd og leiði oss brott úr þessu ógna-landi! (V,l) Fyrir bragðið er tilgangslaust að leita að eyju Prosperós jafnvel um hvítu svæðin á gömlum landabréfum, þar sem útlínur þurrlendis verða óglöggar, blámi hafsins fölnar og annaðhvort birtast kynja-skepnur, eða letrað er: „Ubi leones". Jafnvel þar er ekki eyland þetta að finna. Eyja Prosperós er annaðhvort veröldin, eða leiksviðið. Á Elsabetaröld var mönnum það eitt og hið sama; leiksviðið var veröldin, og veröldin var leiksviðið. Á eyju Prosperós er veraldarsaga Shakespeares leikin, í styttri útgáfu. Hún fjallar um valdabaráttu, morð, uppreisnir, og ofbeldi. Tveir fyrstu þættir þessa söguleiks hafa þegar verið leiknir áður en skip Alonsós kemur til. Nú vill Prosperó hraða gangi mála. Tvisvar enn verður sama sagan endurtekin; sem harmleikur, og sem skrípaleikur; og þá mun sýningu lokið. Eyja Prösperós á ekkert sammerkt við sælueyjar renisans-draumlanda. Það er fremur að hún minni á eyjarnar í heimi síðgotneskunnar, svo sem þær voru málaðar af einum hinna mestu sjáenda meðal málara, fyrirrennara barroksins og súrrealismans, Hiero- nymusi Bosch hinum geggjaða. Þær rísa úr gráum sævi. Þær eru brúnar eða gular. Þær verða keilulaga, minna á eldfjöll með flötum tindi. Á þessum fjöllum úir og grúir af smáum mannverum sem eru á þönum eins og maurar. Myndirnar 91
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134
Page 135
Page 136
Page 137
Page 138
Page 139
Page 140

x

Tímarit Máls og menningar

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.