Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.05.1980, Page 102

Tímarit Máls og menningar - 01.05.1980, Page 102
Tímarit Máls og menningar sýna dauðasyndirnar sjö og mannlegar ástríður, umfram allt saurlífi og morð, ofdrykkju og ofát. Auk manna eru þar djöflar með kvenlíkami, granna og engilfagra, en höfuð af pöddum eða hundum. Undir borðum, sem líkjast stórum skjaldböku-skeljum, liggja gamlar nornir með hvapa-brjóst og barns- andlit og faðma mann-skordýr með langa loðna kóngulóarfætur. Borðin eru hlaðin krásum, en ker og skálar bera svipmót skordýra, fugla og froska. Þessi eyja er píslar-garður, eða mynd af heimsku mannanna. Reyndar er hún að lögun svipuð Elsabetar-leiksviði. Bátar koma í kyrrláta höfn við rætur fjallsins. Þetta er framsviðið. Aðal-sýnurnar eiga sér stað i miklum hellum og á stöllum utan í fjalls-keilunni. Flatur tindurinn er auður. Engir leikarar eru á efra-sviði. Enginn leggur blessun sína né fellir dóm yfir þau afglöp sem sýnd eru. Eyjan er vettvangur grimmilegustu misþyrminga í veröldinni. I þessari veröld var Shakespeare vitni. En í henni eru engir guðir, og þeirra er ekki þörf. Mennirnir nægja: Einsog rotrur éta gráðugar eitrið, þannig þyrstir oss i lesti, og sem vér drekkum, deyjum vér. (1,2) Þessi tilvitnun í Líku líkt gæti verið yfirskrift yfir málverkunum stóru eftir Bosch, sem sýna „Freistingar Antóníusar helga“ eða „Garð nautnarinnar.“ Þannig er eyja Prosperós. Ariel er þar engill, og hann er þar böðull. Því er það, þegar hann vill sýna sig, að hann tekur sér til skiptis gervi dísar og nornar. Þennan dóm kveður hann upp yfir skipbrotsmönnunum: Orlög þau, sem allt i heimi þessum lýtur lágt og þjónar, skipuöu hafsins hungur-svelg að spýja sinni bráð, ykkur öllum, hér á land í óbyggt sker. Þið allra manna sízt maklegir lífs, nú hef ég ykkur ært; einmitt í þessum ham hengja menn sig og drekkja sér. (III,3) Að boði Prosperós ofsækir Aríel skipbrotsmennina, leiðir þá afvega með tónlist sinni, kvelur þá og tvístrar þeim. Alonsó, konungur í Napóli, og Gonsaló hinn trygglyndi eru þreyttir. Þeir sofna ásamt öllu sínu föruneyti. Einungis svikarinn Antóníó, og bróðir konungs, Sebastían, eiga að vera á verði. Sagan af samsæri til valdaráns á að endurtaka sig. En Shakespeare notar annan spegil. Frá því hefur 92
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134
Page 135
Page 136
Page 137
Page 138
Page 139
Page 140

x

Tímarit Máls og menningar

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.