Tímarit Máls og menningar - 01.05.1980, Page 102
Tímarit Máls og menningar
sýna dauðasyndirnar sjö og mannlegar ástríður, umfram allt saurlífi og morð,
ofdrykkju og ofát. Auk manna eru þar djöflar með kvenlíkami, granna og
engilfagra, en höfuð af pöddum eða hundum. Undir borðum, sem líkjast
stórum skjaldböku-skeljum, liggja gamlar nornir með hvapa-brjóst og barns-
andlit og faðma mann-skordýr með langa loðna kóngulóarfætur. Borðin eru
hlaðin krásum, en ker og skálar bera svipmót skordýra, fugla og froska. Þessi eyja
er píslar-garður, eða mynd af heimsku mannanna. Reyndar er hún að lögun
svipuð Elsabetar-leiksviði. Bátar koma í kyrrláta höfn við rætur fjallsins. Þetta er
framsviðið. Aðal-sýnurnar eiga sér stað i miklum hellum og á stöllum utan í
fjalls-keilunni. Flatur tindurinn er auður. Engir leikarar eru á efra-sviði. Enginn
leggur blessun sína né fellir dóm yfir þau afglöp sem sýnd eru. Eyjan er
vettvangur grimmilegustu misþyrminga í veröldinni. I þessari veröld var
Shakespeare vitni. En í henni eru engir guðir, og þeirra er ekki þörf. Mennirnir
nægja:
Einsog rotrur éta
gráðugar eitrið, þannig þyrstir oss
i lesti, og sem vér drekkum, deyjum vér. (1,2)
Þessi tilvitnun í Líku líkt gæti verið yfirskrift yfir málverkunum stóru eftir
Bosch, sem sýna „Freistingar Antóníusar helga“ eða „Garð nautnarinnar.“
Þannig er eyja Prosperós. Ariel er þar engill, og hann er þar böðull. Því er það,
þegar hann vill sýna sig, að hann tekur sér til skiptis gervi dísar og nornar.
Þennan dóm kveður hann upp yfir skipbrotsmönnunum:
Orlög þau, sem allt
i heimi þessum lýtur lágt og þjónar,
skipuöu hafsins hungur-svelg að spýja
sinni bráð, ykkur öllum, hér á land
í óbyggt sker. Þið allra manna sízt
maklegir lífs, nú hef ég ykkur ært;
einmitt í þessum ham hengja menn sig
og drekkja sér. (III,3)
Að boði Prosperós ofsækir Aríel skipbrotsmennina, leiðir þá afvega með tónlist
sinni, kvelur þá og tvístrar þeim. Alonsó, konungur í Napóli, og Gonsaló hinn
trygglyndi eru þreyttir. Þeir sofna ásamt öllu sínu föruneyti. Einungis svikarinn
Antóníó, og bróðir konungs, Sebastían, eiga að vera á verði. Sagan af samsæri til
valdaráns á að endurtaka sig. En Shakespeare notar annan spegil. Frá því hefur
92