Tímarit Máls og menningar - 01.05.1980, Page 133
Umsagnir um bakur
hefur haldið veldi sínu ljóðið á enda, náð
að segja síðasta orðið og þetta sanna kvæði
eins og Raddir, Langt af fjöllum og
Haustmyndir. En í kvæðinu sem áðan var
tilgreint og sumum öðrum í þessari bók
dofna áhrif myndanna af því að dregið er
fyrir með myndlausri og veikari tjáningu.
Til viðbótar nefni ég ljóðin Alftir, Minn-
ing og jafnvel Lauffall sem annars mætti
kalla fullkomið.
A byltingaskeiði íslenskrar ljóðagerðar
hefur stíll Snorra Hjartarsonar orðið
áhrifaríkur þó að hann hafi, eins og áður
er sagt, ekki veigrað sér við að byggja á
hefðum, e. t. v. vegna þess að hann hefur
megnað að nýja þær upp. Fyrir kemur að
maður rekst á gamaikunnug stef, t. a. m.:
Hníga vötn
af himinfjöllum skýa
og minnist þá hinna tígulegu orða í upp-
hafi Helgakviðu Hundingsbana:
hnigu heilög vötn
af Himinf)öllum.
Enginn getur efað að hér sé allt með
ráði gert því að Snorri endurnýjar hinn
forna óð, gefur stefjunum nýtt gildi. I
eldra dæminu hafa fjöllin verið álitin
jarðnesk, enda gjaman höfð með stórum
upphafsstaf í útgáfum, en hjá nútíma-
skáldinu myndhverfast þau í ský sem gefa
frá sér regn. í ljóðinu um Hallgrím Pét-
ursson, Á Hvalsnesi, mætti líka benda á
aðferð sem ýmsir munu kannast við úr
kvæði Matthíasar um Dettifoss þar sem
náttúrufyrirbæri í allri sinni stærð og styrk
er teflt á móti mannlegri tilfinningu í
smæð og vanmætti. Hjá báðum skáldun-
um hefur hið siðarnefnda vinninginn en
að öðru leyti eru kvæðin sem vænta má
gerólik. Samanburðurinn smækkar yrkis-
efni Matthíasar sem virðist vera fossinn,
sbr. nafn kvæðis hans, en Snorri notar
hann til að dýpka þau hughrif sem eru
undiralda ljóðsins um sorgina.
Þrátt fyrir hauströkkrið og fjarlægð
skáldsins frá kviku mannlífs er sérkennileg
birta í bók þess. Og hún einkennist á
ákveðnari hátt en hinar fyrri af ró og
heilyndi. I hugblæ hennar rikir nefnilega
einnig hið gullna jafnvægi andstæðna og
einingar eins og í formgerð ljóðanna.
Kyrrðin, sem komin er, var löngu þráð,
hún er lífsnautn eins og ljóð eða blóm sem
lögð eru i lófa karls og gefa hendi hans
styrk. Hér eru kvæðin Kyrrð og Fug/ kom
höfð í huga. Skáldið ann ekki lífinu eins
og því er lifað, heldur frumgæðum þess.
Tákn þeirra má m. a. finna í loganum
rauða sem hlúð er og ljósinu sem umlykur
allt. Hvort tveggja minnir á eld og sólar-
sýn Hávamála og við þessa líkingu mætti
bæta sams konar æðruleysi gagnvart loka-
staðreynd lífsins.
Óskar Halldðrsson.
Norma E. Samúe/sdðttir:
NÆSTSÍÐASTI DAGUR ÁRSINS
Dagbók húsmóður i Breiðholti
Mál og menning, 1979, 156 bls.
Pislarsögur og Heimsósómar eru þekkt
fyrirbæri í bókmenntum okkar og skera
sig náttúrlega úr timabil þegar kröm og
pína fólksins stendur hæst. Undarlegt að
þegar við höfum það hvað verst, t. d. í
123