Tímarit Máls og menningar - 01.05.1980, Síða 137
Umsagn/r um bœkur
um uppátækjum; orðaleikjum, alvöru-
leysi, óvæntum líkingum.
Það snjóar inni hjá mér
í allt kvöld.
Svo kemur þú. Ég
hendi þér í snjóinn.
Þú mér. Úti
er auð jörð. (31)
Stundum tekst þetta vonum framar.
Annars skiptist þessi hluti í fjóra bálka.
I þeim fyrsta, Dagar og svoframvegis, nýtur
orðagleðin og myndvísin sín mjög vel
framan af. Annars vegar leikur Steinunn
sér þar að persónugervingu daganna sem
eru úti langt fram á kvöld þegar fer að
vora og loksins friður fyrir þeim, hins
vegar verða þeir tákn um liðna ævi og
ókomna:
Trítla fyrir lítið lötra tölta
þessir dagar.
Feitir ráða þeir ferðinni og
gangnum
knapinn ég
sem kann ekki á dagana.
Aðeins þetta er víst:
hleypi ég þeim hlaupa þeir
fælist þeir fælist ég með þeim
knapinn ég sem kann ekki að
detta
knapadjöfullinn ég. (13)
Af öðrum kvæðum í fyrri hluta bókar-
innar mætti nefna bálkinn Úti og inni þar
sem ofið er saman stemningum úr haust-
ferð suður fyrir jökla og úr borgaralegri
hversdagstilveru innan veggja. Margt er
þarna snoturlega gert, en tjáningin hefur
ekki mjög víða skírskotun. Yfirleitt eru
ljóð Steinunnar Sigurðardóttur talsvert
sjálfhverfur skáldskapur, án þess sú eink-
unn þurfi að vera niðrandi. Persónuleiki
skáldsins er fyrirferðarmikill í ljérðunum,
nokkuð sérkennilegur, með sérstæðan
húmor og samur við sig. En ekki er alveg
hægt að ganga að því vísu að slíkur
skáldskapur veki áhuga lesanda þar sem
vísanir eru ekki miklar utan þess einka-
heims sem kvæðin lýsa. Utanaðkomandi
hræringar hafa lítið raskað þessum skáld-
skap, ekki stúdentauppreisn eða Víet-
namstríð t. a. m., og sjálf skopast skáld-
konan að eigin afstöðuleysi og tortryggni
gagnvart skoðunum og áróðri í einu af
bestu kvæðum bókarinnar, Skírlífi:
Ó er ekki nóttin nóg
þegar ismarnir íla á gluggum
og sinninn baukar við svaladyr.
Þeir hugsa til heita rúmsins
og reyndu ekki að neita
þá nauðga þeir bara
nei aldrei skal það og þá er að
slappa nú af.
Já víst er nóg þegar ismarnir íla
á gluggum
og sinninn hann baukar við
svaladyr.
Þeir verða fleiri
það koma istar og ingar
vilja hrottast í heitu rúmi.
Æ erfiða afstöðulif, ó hreinustu
meyjar. (65)
127