Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.03.1981, Blaðsíða 16

Tímarit Máls og menningar - 01.03.1981, Blaðsíða 16
Tímarit Máls og menningar Orstutta stund. Með hækkandi meðalaldri vilja menn fjarlægjast þá tilfinningu. Þá er einsog kvikan í hugsuninni storkni. Fyrr á öldum var erfiðara að gleyma þessu. Hemingway kynti undir þessari tilfinningu í sér. En það var nú samt karlmennskudellan sem drap hann. Maðurinn gat ekki hugsað sér að hrörna og veikjast. Heinesen tekur þessu öðruvísi. Það fann ég svo vel í fyrrahaust. Seinasta kvöldið mitt i Þórshöfn þá heimsótti ég gamla manninn sem var einn heima. Lísa var úti að mála postulín. Uppúr miðnættinu hélt ég hann væri orðinn þreyttur svo ég stóð upp til að kveðja. Þá benti hann mér að setjast aftur. Þagði svo lengi áðuren hann leit upp sposkur á svip en vottur af melan- kólíu djúpt í augunum. — Nú er ég að verða gamall, sagði hann. — Hvaða vitleysa. Þú ert eilífur unglingur, sagði ég nokkuð sann- færandi. — Það getur verið . . . en veistu hvernig ellin kemur til manns? — Ekki kanski alveg. — Það veit ég, segir hann og hlær við. — Hermdu frá, segi ég. Hann lagar úrið sitt sem orðið er skakkt á úlnliðnum eina ferðina, grípur svo um hökuna og talar einsog þarna sé enginn nema hann sjálfur. — Maður sest við píanóið og ætlar að spila litla melódíu sem maður hefur kunnað í 75 ár — síðan maður var 5 ára — og þá er hún horfin. Hann slær utaní hausinn á sér. — Hún er ekki þarna lengur. Og maður veit að hún verður þarna aldrei framar. Það fer einsog myrkur súgur af hyldjúpum einmanaleika um herberg- ið. Andartak. Svo brosir þessi öðlingur, augun líka, og segir bláttáfram og kalt einsog dómari. — Þetta eru smá-blæðingar á heilann. Svona var pabbi líka! Það kemur löng þögn. Ég sit neðanundir feiknlegri himinhvelfingu í myrkri. Fjarlægar tindrandi hugsanir blika hér og hvar útí þeim mikla 6
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132
Blaðsíða 133
Blaðsíða 134
Blaðsíða 135
Blaðsíða 136

x

Tímarit Máls og menningar

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.