Tímarit Máls og menningar - 01.03.1981, Page 17
Kettir eru merkilegar skepnur
kosmos. Svo daprast stjörnuskinið, uppvið pólinn fyrst og smámsaman
niðrað sjóndeildarhringnum, verður lograutt, svo dimmrautt einsog
gamalt storkið blóð.
Enginn kann að miðla þessari tilfinningu kattarins betur en gamli
Heinesen.
Eg kvaddi svo og fór.
Ekki trúi ég samt á annað líf. Dauðinn er mér flosmjúkt hlýlegt myrkur
og dýpri hvíld en nokkurn getur grunað. Enginn maður getur átt til í sér
alla þá löngun sem í raun þyrfti til þess að þrá dauðann einsog hann er.
Við rétt nægjum — sum hver — til að þrá lífið meðan okkur er lánað það.
Eg trúi semsé enn á lífið fyrir dauðann.
Þá man ég það: ég gleymdi að skilja eftir pláss fyrir dálitla frásögn i
apríl hérna í dagbókarheftinu. Nú verð ég að bæta það upp.
Þriðjudaginn 22. apríl sl. hafði ég verið beðinn að koma austurí
Olfusborgir að lesa upp og sýna bíómynd fyrir þátttakendur Félagsmála-
skóla ASÍ. Mér er altaf ljúft að hitta fólk í þeim skóla. Auk þess var ég
feginn að vera kvöldstund í burtu frá taugaspennunni kringum yfirvof-
andi frumsýningu og grunnfærnislega frekju leikhúsfólksins sem var
langt komið að sturla mig — svo ágætt sem það annars er þegar það er
komið í sparifötin sín.
Líklega hefur verið í mér langvarandi alhliða þreyta.
Eg fór með rútu frá Umferðamiðstöð klukkan 6 um kvöldið til
Hveragerðis þarsem Tryggvi Þór Aðalsteinsson átti að sækja mig. Flest
gekk á afturfótunum áðuren ég fór, filmuna fann ég ekki, gleraugun voru
týnd. Og ekki tók betra við á leiðinni austur. Leiðinda innyflakast. Var að
hugsa um að hringja í sjúkrabíl af hótelinu í Hveragerði en fann þá engan
síma. Hýrgaðist ögn þegar Tryggvi svo kom. Leiðindabið og hálfgerð
angist í Olfusborgum, saltkjötsruddi í kvöldmat og vanlíðan þegar byrj-
aði kvöldvakan klukkan 8.30 eða rúmlega það. Las þá söguna um Tona
frænda, feikn illa framanaf en las mig upp þegar á leið. Þá las Pétur
Hraunfjörð ágæta smásögu um dreng og hund. Svo voru umræður.
Hressilegar að vanda, en framanaf var ég hálf domm. Þangaðtil einhver