Tímarit Máls og menningar - 01.03.1981, Síða 29
Hreinninn ungi
Ævintýri komið frá Skoltasömum
skráð af Robert Crottet
í fyrndinni var ekki eins mikill munur manna og dýra og nú á dögum.
Mennirnir áttu sér kofa, dýrin bjuggu í skógunum umhverfis þá.
Og töluðu þau ekki sömu tungu, mál skóganna og vindsins?
Ekki er auðsvarað hvers vegna himinninn hafði neitað að blessa gömlu
hjónin í minnsta kofanum, svo að þeim mætti verða barns auðið.
Arin liðu og snjórinn sem féll á hár konunnar gleymdi smám saman að
þiðna. Oðru hverju andvörpuðu þau bæði, og í hjarta báru þau sömu þrá.
En morgun einn varð konan þess vör, að ósk þeirra ætlaði reyndar að
rætast.
Engum er þó ofsæla holl á jörðu hér. I staðinn fyrir ungan svein, eins
og þau höfðu vonast efdr, gaf himinninn þeim ofurlítinn hrein. Móðirin
kvartaði ekki, og það gerði maður hennar ekki heldur. En nágrannar
þeirra felldu fáein samúðartár.
Silkimjúkur feldur litla hreinsins og viðkvæmar granirnar vöktu
móður hans einlæga gleði, og hún horfði með ástúð djúpt í svört augun,
sem voru stærri en berin uppi í hlíðinni.
Litli hreinninn var ekkert hissa á því, þótt foreldrar hans væru ekki
vitund líkir honum. Hann saug mömmu sína og lifði glöðu og
áhyggjulausu lífi.
Honum fannst helsti heitt við hlóðirnar og kúrði úti í því horninu sem
fjærst var eldinum.
Hann hafði gaman af að horfa út um gluggann, og í huganum henti
hann á lofti snjóflygsur sem flögruðu hjá.
Aftur á móti var hann hræddur við norðurljósin sem kviknuðu um
miðjar nætur, og þá gat ekkert róað hann nema traustið í augum mömmu
hans.
Tvisvar á dag sótti faðir hreinsins eldivið út í skóg og bar inn til þerris,
19