Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.03.1981, Page 30

Tímarit Máls og menningar - 01.03.1981, Page 30
Tímarit Máts og menningar og þá fann litla kvölin svalt og hreint loft leggja inn um dyrnar. Það var þrungið einhverri dul, svo að hann kitlaði í nasirnar. Þegar frá leið fór honum að finnast móðurmjólkin fullsæt, en hafði ekki orð á því til að hryggja ekki mömmu. Þar kom þó um síðir, að hann gat ekki þagað: „Skógurinn hrópar á mig,“ sagði hann. „Ég skil ekki, hvernig á því stendur.“ Móðir hreinsins sagði ekki neitt, en faðir hans gekk fram að dyrunum til að athuga, hvort þær væru vel lokaðar. Támar liðu. Litli hreinninn stóð löngum við gluggann. Oft dró ein- hverja móðu á augu honum, eins og leggst á rúðurnar á nóttunni þegar nístingskalt er úti. „Skógurinn hrópar á mig.“ „Ertu ekki ánægður hjá okkur? Viltu fá mýkra flet? Eða eigum við að bæta viði á eldinn, svo að þér verði ekki kalt?“ Hann svaraði engu, en upp frá þeim degi fór hann að leggja af og ganga úr hárum. A hverjum morgni þegar mamma hreinsins sópaði, fann hún svolitla dreif af hárum á gólfinu og hélt þeim vandlega til haga. Dag nokkurn faðmaði hún son sinn, tók höfuð hans milli handa sér og sagði: „Þú ert sólin sem lýsir veg okkar á nóttu ellinnar. En stundum er manni til góðs að skilja við þann sem maður elskar. Far þú á vit skógarins sem hrópar á þig, en hlustaðu fyrst á það sem ég þarf að segja þér“. Hún gaf honum mörg hollráð og varaði hann við ótal hættum. Að svo búnu gekk faðir hans til dyra og opnaði. A yfirborðinu var eins og ekkert hefði gerst, en gamli maðurinn varð hljóðlátari með hverjum degi. Þegar hann fór út í skóg að sækja brenni, var hann oft lengur en nauðsynlegt gæti talist. Morgun einn sagði hann við konu sína, að sig hefði dreymt lítinn hrein sem kveinaði sáran. Þann dag fór hann fyrr út en vandi hans var og kom ekki aftur um kvöldið. Konan stóð lengi í dyrunum og kallaði á hann, en hann kom aldrei. Enn liðu fáein ár. Kvöld eitt þegar norðurljós köstuðu fölrauðum bjarma inn á gólfið og gamla konan ætlaði að fara að leggja sprek á eldinn, 20
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134
Page 135
Page 136

x

Tímarit Máls og menningar

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.