Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.03.1981, Qupperneq 40

Tímarit Máls og menningar - 01.03.1981, Qupperneq 40
Tímarit Máls og menningar annars flokks, fátæklegir og úreltir. Það er því ekki að undra hve margir Samar eru farnir að líta eigin arfleið þessum augum og eru þess vegna efablandnir eða andsnúnir kröfum Samahreyfingarinnar um að réttindi séu viðurkennd og samískum menningararfi sýndur sómi. Forsendur þess að Samar telja sig sérstaka þjóð og krefjast viðurkenningar sem slíkir felast í því að þeir eiga sér sameiginlega sögu, mál og menningu og mynda þannig hóp sem sker sig úr samfélögunum í kring, jafnvel þótt margt skilji þá að innbyrðis, núverandi efnahagsaðstæður, menning og ólíkar mál- lýskur. Nú, eftir pólitíska kúgun margra alda og þá mismiklu aðlögun að norskum lífsháttum sem af henni hefur leitt, getur að vísu verið erfitt að draga mörk milli Sama og Norðmanna. Hins vegar hefur þróun síðustu ára sýnt að sífellt fleiri Samar telja nauðsyn á að byggja upp sameiginlegan þjóðargrundvöll þótt örðugt reynist að virkja þessa samkennd til algerrar pólitískrar samstöðu. Samar hafa sem sagt varðveitt menningarsérkenni sín öll þau þúsund ár sem þeir hafa verið í nábýli við Norðmenn án þess að hafa nokkru sinni notið viðurkenningar og jafnréttis innan norsks þjóðfélags. Staða þeirra er þannig svipuð stöðu hverrar annarrar nýlenduþjóðar, annarra frumbyggja með eigin menningu og upphaflegan átthagarétt til landsvæða sem ríki innrásarþjóðar ræður nú yfir. Við fáum mörg dæmi um skilningsskort Norðmanna á minnihlutastöðu Sama þegar settar hafa verið fram í fjölmiðlum kröfur Sama að vera viður- kenndir sem sérstök þjóð. Þá er yfirleitt af norskri hálfu bent á allt sem ríkið hafi gert og geri fyrir Sama: Fé sé veitt til menningarstarfsemi þeirra, til kennslu turigumálsins, hreindýraeigendur fái bætur fyrir skerðingu á landi, hreindýra- rækt fái stuðning til jafns við aðrar búgreinar o. s. frv. í stuttu máli, það sé ekkert misrétti, Samar hafi jafnan rétt og aðrir Norðmenn. En þetta snertir ekki meginatriði málsins, sem er réttur Sama til að ráða sjálfir yfir' menningararfi sínum og framtíð sem sérstök þjóð. Þessi sjálfsákvörðunar- réttur hefði sem sagt í för með sér grundvallarbreytingu í norskum stjórnar- háttum. í honum fælist líka rökrétt framhald þeirra skuldbindinga sem Norð- menn hafa tekið á sig með þeim alþjóðlegu samningum og yfirlýsingum sem við höfum lýst stuðningi okkar við. 26
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97
Qupperneq 98
Qupperneq 99
Qupperneq 100
Qupperneq 101
Qupperneq 102
Qupperneq 103
Qupperneq 104
Qupperneq 105
Qupperneq 106
Qupperneq 107
Qupperneq 108
Qupperneq 109
Qupperneq 110
Qupperneq 111
Qupperneq 112
Qupperneq 113
Qupperneq 114
Qupperneq 115
Qupperneq 116
Qupperneq 117
Qupperneq 118
Qupperneq 119
Qupperneq 120
Qupperneq 121
Qupperneq 122
Qupperneq 123
Qupperneq 124
Qupperneq 125
Qupperneq 126
Qupperneq 127
Qupperneq 128
Qupperneq 129
Qupperneq 130
Qupperneq 131
Qupperneq 132
Qupperneq 133
Qupperneq 134
Qupperneq 135
Qupperneq 136

x

Tímarit Máls og menningar

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.