Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.03.1981, Side 42

Tímarit Máls og menningar - 01.03.1981, Side 42
Tímarit Máls og menningar lagt undir mannvirki hefur það umtalsverða röskun í för með sér. Yfirvöldin hafa aðeins metið skaðabætur fyrir jarðrask og upptöku lands á sjálfu virkj- unarsvæðinu, en þess í stað ber að skoða svæðið sem heild, þá byggð 300 manna og hjarðir 25.000 hreindýra sem eiga afkomu sína hvert undir öðru. Röskun af þessu tagi mætti einna helst líkja við það að tekinn væri einn stafur úr tunnu og síðan væri búist við að tunnan yrði jafngóð eftir sem áður. Ef þetta land verður lagt undir virkjun verður að nytja enn frekar önnur svæði sem þegar eru fullnýtt. Það er bæði mjög kostnaðarsamt og eykur hættu á ofbeit. Fyrri mannvirkjagerð hefur þrengt svo að hjörðunum að engin ný beitarsvæði eru eftir til að grípa til. Þá er komið að mörkum þess að landið sé nytjanlegt til hreindýraræktar. Einhverjir, a. m. k. minni hreindýraeigendur, munu ekki hafa nægilegt svigrúm fyrir hjarðir sínar og verða því að hætta búskap eða flytja til annarra staða þar sem landþrengsli eru engu minni. Þessi röskun á hreindýraræktinni mun vafalaust hafa alvarleg menningaráhrif í för með sér. Um leið og kreppt er að henni er grafið undan efnahagslegum og menningarlegum forsendum þess þjóðfélags sem Samar hafa byggt og þróað með sér. Þannig er hreindýrarækt ekki aðeins efnahagslegur grundvöllur undir tilveru Sama heldur einnig þeirri sjálfsímynd, þeirri menningarlegu heild sem allir Samar eru hluti af, hvort sem þeir eltast við hreindýr á hásléttunum nyrðra eða búa í Osló. Eins og allar aðrar þjóðir eiga Samar sína sögu og menningarhefð sem þeir búa allir að. Þess vegna líta flestir Samar svo á að árás á hreindýraræktina sé árás á menningu Sama sem þeir hafi lögmætan rétt til að rísa gegn. Þess vegna meta þeir ekki Alta-Kautokeino-virkjunina í kílóvattstundum eða fermetrum af beitilandi heldur sem árás á menningarlega tilveru Samaþjóðarinnar og brot gegn sjálfsvirðingu þeirra. Virkjunin er því enn einn vitnisburður þess að réttur Sama til að stjórna atvinnuvegum sínum og menningu hefur enn ekki verið virtur. Þ. H. þýddi. 28
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132
Side 133
Side 134
Side 135
Side 136

x

Tímarit Máls og menningar

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.