Tímarit Máls og menningar - 01.03.1981, Blaðsíða 49
Nýi vegurinn
afturfæturnir til taks, höfuðin álút og eyrun sperrt — eins og jafnan ef
hætta er á ferðum.
Þeir bjuggust við þessu. Vissu að það myndi gerast, ekki aðeins einu
sinni, heldur oft. Þess vegna voru þeir að mótmæla. Þetta var ein af
ástæðunum fyrir því að þeir snerust gegn mannvirkinu. En sérfræðingar
sögðu að framkvæmdirnar yrðu engum til miska.
Þetta er beltisvél. Ýta. Nú sjá þeir það. Hún hjakkast áfram. Beltin
marra í mölinni. Gnýrinn nálgast í sífellu. Sargar í eyrum. Þá fara dýrin á
kreik. Fyrst hlaupa þau út og suður af tilviljun — taka smáspretti. Það
heyrist bresta í liðamótum. Síðan eykst hraðinn stöðugt. Skankarnir
teygja úr sér og stökkin lengjast. Halinn sperrist upp í loftið, hvítur og
stinnur. Þau eru á flótta. Safnast í smáhópa og æða í allar áttir. Flest á
uppleið — í átt að sólu, eftir veginum, eftir ásnum á æ meiri hraða. Síðan
eru þau horfin sjónum. Ýtan murrar áfram. Hægfara en lætur ekki af
sínu. Ýtustjórinn kinkar kolli. Hefur ekkert af sér gert meðan hann ekur
ekki á dýr.
Asláks og Níelsar bíður nú það erfiða dagsverk að safna hjörðinni
saman.
Telpurnar fundu fyrsta kálfinn. Rauðbrúnan, samanhnipraðan og agnar-
lítinn hnoðra í gráum snjónum. Hann var á lífi. Eða svo mátti heita.
Kýrin var hvergi sjáanleg. Þær vissu hvað í því fólst. — Hún hafði orðið
hrædd. Hinumegin við veginn voru hreinspor. Á veginum hjólspor.
Þær taka angann litla með sér á skellinöðrunni niður að kofunum. Þar
reyna þær að mata kálfinn með túttupela. Hann kemur svolitlu ofan, og
nokkrum dögum síðar stígur hann stundarkorn í senn á valta, beinabera
fætur.
Maí er kominn. Sólin breytir fúlum, gráum snjó í mosaþembur. Kýrnar
leita uppi þessar vakir með mosa og grasi til þess að bera. Þar eru nýbornu
kálfarnir karaðir og vaktir til lífsins og reyna að rísa upp á titrandi mjóar
lappir og finna mat undir móðurkviði. Og móðurhvötin hjá kúnni
verndar litlu píslina fram eftir sumri þar til hún getur séð um sig sjálf. Nú
fylgjast þau vel með, Áslákur og hans fólk. Eru oft hjá hjörðinni og hafa
35