Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.03.1981, Page 50

Tímarit Máls og menningar - 01.03.1981, Page 50
Tímarit Máls og menningar gát. Kálfurinn sem fær úr pela er heima við kofana. Hann er ennþá veikburða. Þau kæra sig ekki um fleiri af því tagi. Berit og Aslákur ganga frá nestispokanum og búa sig undir að halda upp að hjörðinni. Þetta er árla morguns. Ljósið er bjart og stingandi. Þau ganga á skíðum fyrsta kastið. Mjöllin er laus og færið mjúkt neðst í dalverpinu. Ofar fara þau gangandi. Þar er auð jörð og skaflar. Þau leggja frá sér skíðin í hlíðinni miðri og hlaupa léttfætt áfram. Njóta þess að fara um í ferskum vorvindi, anda að sér angan frá mold og gróðri. Vera léttklædd. Þau rabba. Kaffiketillinn og bollarnirí pokanum slást saman. Þau hafa með sér þurrkað kjöt, brauð og smjör. Ætla að kveikja bál og láta fara vel um sig í sólarylnum. Senn eru þau komin upp á ásinn þar sem hreinkýrnar hafa verið rólegar á beit síðustu dagana. Þau eru eftirvæntingarfull. Hafa fæðst nýir kálfar síðan í gær? Nú ættu hreindýrin að fara að koma í ljós. Þau eru komin upp á brúnina inn á hæðardragið hnökrótta. Berit snöggstansar. Lítur á manninn. Segir ekki neitt. Þau hafa bæði séð það. — Beitilandið er autt. Hvergi dýr að sjá, aðeins tættur mosi, fallið gras og grábrúnir skaflar milli þessara fáu kræklóttu dvergbjarka. Annað ekki. Þau ganga hvort í sína áttina. Skyggnast yfir á lága ása og kolla umhverfis. Þau sjá klaufaspor. En sporin liggja í allar áttir. Þá hrópar Birgit. Bandar hendinni. Aslákur kemur hlaupandi. Lítur spyrjandi á hana. Hún bendir á víðirunna nokkra metra frá þeim. — Kálfur. Þau ganga þangað saman. Þurfa ekki að þreifa á honum til þess að gera sér ljóst að hann er dauður. Lubbalegur líkaminn er stiðnaður á óeðlilegan hátt, liggur hálfvegis á bakinu og magrir skankarnir sperrast frá búknum. Húðin er stöm af storknaðri slepju. Móðirin hefur ekki haft tíma til þess að kara hann. Þau standa stundarkorn við hræið litla. Ráðgast um það hvert nú skuli haldið. Þá sjá þau allt í einu krákuger yfir brekku handan við víðinn. Þau hlaupa i stórum stökkum yfir þéttu lágu runnana og standa senn lúin og móð hinumegin. Krákurnar hypja sig. Á ásnum er það að finna sem þau 36
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134
Page 135
Page 136

x

Tímarit Máls og menningar

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.