Tímarit Máls og menningar - 01.03.1981, Side 51
Nýi vegurinn
óttuðust. Enn einn nýborinn kálfur. Dauður. Kúluaugun tindra eins og
krystall. Ljómi dauðans. Líkaminn horaði hefur aðeins lifað skömmu lífi
áður en hann varð fuglum og refum að bráð. Senn verður lítil beinagrind
ein til marks um það að hér hafi verið líf að finna.
Nú hafa þau ekki tíma til þess að staldra við, Áslákur og Berit. Þau
verða að halda áfram. Verða að aðgæta hvort hér eru fleiri. Hér kann að
vera líf sem unnt er að bjarga. Þau skeyta hvorki um svengd né þorsta.
Vita að nú getur legið á. Nú er tilgangslaust að leita að kúnum. Hafi
mæðurnar skilist frá nýfæddum kálfunum er erfitt að koma á tengslum á
nýjaleik. Fari eitthvað úrskeiðis verður það að miskunnarlausum örlög-
um.
Þau halda áfram. Fylgjast nú að. Ganga hratt en stillilega, hlaupa við
fót yfir hæðadrög og flatlendi, göslast gegnum krapa, hoppa yfir læki,
brjótast gegnum þétt kjarr sem nær í hné. Eru sífellt á varðbergi og
skyggnast til allra átta.
Þá sjást aftur krákur. Svartir gargandi skuggar. Fljúga fram og aftur og
í hring. Flögra og hópast yfir snævi þöktum lyngmó.
Þau vita hvað um er að vera. En verða samt að gæta að því. Þetta er enn
ófýsilegra en hin atvikin. Hræið er legið. Beinin skaga fram. Líkaminn er
blautur og slyttislegur.
Þau halda þaðan. Berit muldrar eitthvað, stynur. Hann heyrir ekki
hvað hún er að segja. Spyr ekki um það heldur.
Þau fara um svæðið allt, en fmna ekkert meira næstu tvo tímana. Sjá
svo þurran blett og setjast niður. Berit sækir vatn í læk rétt hjá. Áslákur
kveikir eld. Þau hita kaffi en eru ekki svöng. Éta sykur og sötra heitt kaffi.
Gott er það.
Áslákur hefur verið fámáll allan daginn. Nú talar hann, fljótmæltur
og ákafur. Talar um blöðin, Samafógetann, lögfræðing, málaferli. Þau
mega ekki gefast upp, mega ekki láta sér lynda að þegja, verða að hafast
eitthvað að. Bregðast við. Fljótt.
Hún horfir á hann. Segir hægt og einarðlega við hann að þau hafi
sannarlega reynt. Þau hafi reynt allt. Er hann búinn að gleyma því?
— Já, en nú hafa þau sannanir.
— Sannanir, snöktir hún! — þrír dauðir hreinkálfar! Það er ekki
37