Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.03.1981, Page 51

Tímarit Máls og menningar - 01.03.1981, Page 51
Nýi vegurinn óttuðust. Enn einn nýborinn kálfur. Dauður. Kúluaugun tindra eins og krystall. Ljómi dauðans. Líkaminn horaði hefur aðeins lifað skömmu lífi áður en hann varð fuglum og refum að bráð. Senn verður lítil beinagrind ein til marks um það að hér hafi verið líf að finna. Nú hafa þau ekki tíma til þess að staldra við, Áslákur og Berit. Þau verða að halda áfram. Verða að aðgæta hvort hér eru fleiri. Hér kann að vera líf sem unnt er að bjarga. Þau skeyta hvorki um svengd né þorsta. Vita að nú getur legið á. Nú er tilgangslaust að leita að kúnum. Hafi mæðurnar skilist frá nýfæddum kálfunum er erfitt að koma á tengslum á nýjaleik. Fari eitthvað úrskeiðis verður það að miskunnarlausum örlög- um. Þau halda áfram. Fylgjast nú að. Ganga hratt en stillilega, hlaupa við fót yfir hæðadrög og flatlendi, göslast gegnum krapa, hoppa yfir læki, brjótast gegnum þétt kjarr sem nær í hné. Eru sífellt á varðbergi og skyggnast til allra átta. Þá sjást aftur krákur. Svartir gargandi skuggar. Fljúga fram og aftur og í hring. Flögra og hópast yfir snævi þöktum lyngmó. Þau vita hvað um er að vera. En verða samt að gæta að því. Þetta er enn ófýsilegra en hin atvikin. Hræið er legið. Beinin skaga fram. Líkaminn er blautur og slyttislegur. Þau halda þaðan. Berit muldrar eitthvað, stynur. Hann heyrir ekki hvað hún er að segja. Spyr ekki um það heldur. Þau fara um svæðið allt, en fmna ekkert meira næstu tvo tímana. Sjá svo þurran blett og setjast niður. Berit sækir vatn í læk rétt hjá. Áslákur kveikir eld. Þau hita kaffi en eru ekki svöng. Éta sykur og sötra heitt kaffi. Gott er það. Áslákur hefur verið fámáll allan daginn. Nú talar hann, fljótmæltur og ákafur. Talar um blöðin, Samafógetann, lögfræðing, málaferli. Þau mega ekki gefast upp, mega ekki láta sér lynda að þegja, verða að hafast eitthvað að. Bregðast við. Fljótt. Hún horfir á hann. Segir hægt og einarðlega við hann að þau hafi sannarlega reynt. Þau hafi reynt allt. Er hann búinn að gleyma því? — Já, en nú hafa þau sannanir. — Sannanir, snöktir hún! — þrír dauðir hreinkálfar! Það er ekki 37
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134
Page 135
Page 136

x

Tímarit Máls og menningar

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.