Tímarit Máls og menningar - 01.03.1981, Page 52
Tímarit Má/s og menningar
umtalsvert. Smámunir í augum þeirra. Nei, um þetta þýðir ekki að tala
frekar. Þau verða að láta sér lynda.
Hann snýr sér að henni. Augun leiftra. Hann bítur saman tönnum.
— Aldrei. Skilur hún það. Aldrei.
Hann hvæsir því út úr sér.
Þau sitja þögul stundarkorn. Ætla einmitt að fara að halda af stað þegar
þau heyra skæran bjölluóm. — Hreinkýrnar. Þær eru 'naumast langt
undan. Þau standa upp, leggja hönd að enni og skyggnast um. Þau fá
ofbirtu í augu frá sólinni og greina ekki margt. Síðan setja þau bolla og
ketil niður og ganga á hljóðið. Þau ganga nokkra metra, stansa og hlusta,
halda áfram. Nú eru þau rétt hjá nýja veginum. Bjölluhljómurinn berst
yfir veginn. En hvar? Þau sjá ekki önnur spor en djúpar aurkvíslar eftir
bílhjól, og breið slitrótt för eftir beltisvélar. Þau ganga með vegarbrún-
inni. Hljómurinn frá bjöllunni verður æ skýrari. Það er ekkert lát á
honum. Þau stansa og hlusta. Þetta er skrýtið. Ef hreindýr er á beit í ró og
næði, heyrist smáhljóð endrum og sinnum. Þessi hljóð eru allt öðruvísi.
Svona heyrist aðeins frá bjöllunni ef hreindýrið hleypur. Nei, ekki er það
heldur rétt — því þessi hljómur nálgast ekki og fjarlægist ekki heldur.
Þau ganga enn nokkurn spöl. Eru komin upp á efsta vegarkaflann og
geta horft niður yfir árdalinn, að athafnasvæðinu þar sem verið er að gera
stífluna.
Þau eru naumast komin yfir háhæðina þegar þau sjá sporin eftir
hjörðina. Grábrúnt snjóskvap beggja vegna vegarins. Sporin hverfa inn í
gisinn kjarrskóg.
Þá koma þau auga á það. — A auðri mýri rétt við kjarrskóginn hleypur
bjölluhreinn í hring. Þetta er kálffull hreinkýr. Þau snarstansa. Horfa á
dýrið mótt og másandi sem anar í sífellu sama tilgangslausa hringinn á
svörtum snjónum. Undan klaufunum kastast mosatætlur og lyngkvistir.
Aslákur losar snöruna af öxlinni. Þau nálgast hægt og sjá að tungan lafir
þreklaus út úr dýrinu. Fram með tungunni og neðri kjálkanum rennur
froða og slý. Dökki skugginn sem lafir milli bakfótanna og slæst til vekur
þeim skelfingu. Þau laumast í sífellu nær. Aslákur gerir snöruna upp.
Hann verður að kasta af næsta löngu færi. Og hann verður að hitta. Þau
fylgjast með lipru tjörugu tóinu meðan það bylgjast gegnum loftið. — í
38