Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.03.1981, Síða 52

Tímarit Máls og menningar - 01.03.1981, Síða 52
Tímarit Má/s og menningar umtalsvert. Smámunir í augum þeirra. Nei, um þetta þýðir ekki að tala frekar. Þau verða að láta sér lynda. Hann snýr sér að henni. Augun leiftra. Hann bítur saman tönnum. — Aldrei. Skilur hún það. Aldrei. Hann hvæsir því út úr sér. Þau sitja þögul stundarkorn. Ætla einmitt að fara að halda af stað þegar þau heyra skæran bjölluóm. — Hreinkýrnar. Þær eru 'naumast langt undan. Þau standa upp, leggja hönd að enni og skyggnast um. Þau fá ofbirtu í augu frá sólinni og greina ekki margt. Síðan setja þau bolla og ketil niður og ganga á hljóðið. Þau ganga nokkra metra, stansa og hlusta, halda áfram. Nú eru þau rétt hjá nýja veginum. Bjölluhljómurinn berst yfir veginn. En hvar? Þau sjá ekki önnur spor en djúpar aurkvíslar eftir bílhjól, og breið slitrótt för eftir beltisvélar. Þau ganga með vegarbrún- inni. Hljómurinn frá bjöllunni verður æ skýrari. Það er ekkert lát á honum. Þau stansa og hlusta. Þetta er skrýtið. Ef hreindýr er á beit í ró og næði, heyrist smáhljóð endrum og sinnum. Þessi hljóð eru allt öðruvísi. Svona heyrist aðeins frá bjöllunni ef hreindýrið hleypur. Nei, ekki er það heldur rétt — því þessi hljómur nálgast ekki og fjarlægist ekki heldur. Þau ganga enn nokkurn spöl. Eru komin upp á efsta vegarkaflann og geta horft niður yfir árdalinn, að athafnasvæðinu þar sem verið er að gera stífluna. Þau eru naumast komin yfir háhæðina þegar þau sjá sporin eftir hjörðina. Grábrúnt snjóskvap beggja vegna vegarins. Sporin hverfa inn í gisinn kjarrskóg. Þá koma þau auga á það. — A auðri mýri rétt við kjarrskóginn hleypur bjölluhreinn í hring. Þetta er kálffull hreinkýr. Þau snarstansa. Horfa á dýrið mótt og másandi sem anar í sífellu sama tilgangslausa hringinn á svörtum snjónum. Undan klaufunum kastast mosatætlur og lyngkvistir. Aslákur losar snöruna af öxlinni. Þau nálgast hægt og sjá að tungan lafir þreklaus út úr dýrinu. Fram með tungunni og neðri kjálkanum rennur froða og slý. Dökki skugginn sem lafir milli bakfótanna og slæst til vekur þeim skelfingu. Þau laumast í sífellu nær. Aslákur gerir snöruna upp. Hann verður að kasta af næsta löngu færi. Og hann verður að hitta. Þau fylgjast með lipru tjörugu tóinu meðan það bylgjast gegnum loftið. — í 38
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116
Síða 117
Síða 118
Síða 119
Síða 120
Síða 121
Síða 122
Síða 123
Síða 124
Síða 125
Síða 126
Síða 127
Síða 128
Síða 129
Síða 130
Síða 131
Síða 132
Síða 133
Síða 134
Síða 135
Síða 136

x

Tímarit Máls og menningar

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.