Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.03.1981, Síða 53

Tímarit Máls og menningar - 01.03.1981, Síða 53
Nýi vegurinn mark. Hringurinn víði fellur á hornin á hreininum. Áslákur togar og festir snöruna sem skjótast. Berit hleypur á vettvang, tekur í tóið og saman draga þau dýrið til sín. Hreinkýrin streitist á móti, en hún er ekki nógu sterk. Þeim reynist auðgert að velta henni á bakið. Hún sparkar ennþá, en þrekið fer dvínandi. Senn streitist hún ekki lengur á móti. Áslákur heldur dýrinu í skefjum með því að þrýsta hornunum niður í jörðina. Berit krýpur á knjám við afturskrokkinn. Hún nær góðu taki á framfótunum á hálfbornum kálfinum og togar. Líkaminn litli fellur niður á jörðina fýrir framan hana. Hann er dauður. Þau höfðu ekki vænst annars. Bara að þeim takist að bjarga hreinkúnni. Bara að þeim takist að ná hildunum svo að ekkert verði eftir og rotni. Berit dregur kálfinn gætilega á fótunum að snoppunni á kúnni. Hún má ekki snerta hann of mikið. Það skiptir máli Þau verða að fá hreinkúna til þess að sleikja kálfinn. Þá fyrst koma hildirnar. Hreinkýrin deplar daufum augum. Viprar kjaftinum frá. Áslákur reynir að beygja höfuðið niður að kálfs- skrokknum. Hún streitist ekki á móti en hún sleikir ekki heldur. Liggur þarna aðeins — sljó og athafnalaus. Þau líta ráðalaus hvort á annað. Þetta hefur ekki komið fyrir þau áður. Hreinkýrnar hafa kelft hér af eigin rammleik og séð um sig sjálfar jafn lengi og þau muna. Berit er kyr hjá máttvana dýrinu en Áslákur heldur ofan. Hann verður að reyna að fá föður sinn með hingað upp. Gamli maðurinn kann til verka. Annað eins og þetta kom fyrir forðum — meðan úlfurinn var á veiðum. Hann leggur af stað. Skundar niður hliðina og er skreflangur. Finnur skíðin þar sem þau voru geymd. Rennir sér áfram. Þau átta sig á því að eitthvað er ekki allt með felldu þegar er Áslákur stendur í dyragættinni — lúinn og móður. Hann titrar og orðin fara á rutl þegar hann ætlar að segja frá málavöxtum. Gamli maðurinn situr á viðarkassanum. Hann hættir að bora úr pípunni, starir aðeins á Áslák. Síðan stendur hann snögglega upp, fer út í bíslagið, nær í húfu og vettlinga. Hann er ferðbúinn. Áslákur hefur ekki einu sinni þurft að biðja hann þess. 39
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116
Síða 117
Síða 118
Síða 119
Síða 120
Síða 121
Síða 122
Síða 123
Síða 124
Síða 125
Síða 126
Síða 127
Síða 128
Síða 129
Síða 130
Síða 131
Síða 132
Síða 133
Síða 134
Síða 135
Síða 136

x

Tímarit Máls og menningar

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.