Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.03.1981, Side 55

Tímarit Máls og menningar - 01.03.1981, Side 55
Vésteinn Lúðvíksson „Hamar með nýjum munni“ Þótt ég standi á því fastar en fótunum að ég sé ekki fordómafyllri en gengur og gerist og telji auk þess fordómaleysi ómögulegt við ríkjandi menningaraðstæður, finn ég fyrir skömmustu í hvert sinn sem mér verður ljóst að ég hef í huga mér læst náungann inni einhverju eymdar- hólfinu þar sem svo kemur á daginn að hann á alls ekki heima. Eftilvill hefur á undan slíkri afgreiðslu farið nokkur og jafnvel dýrkeypt reynsla. Fordómarnir spretta þá ekki endilega af vanþekkingu á því sem er og hefur verið heldur fyrst og fremst hugsun sem er svo statísk, að hún gerir ekki ráð fyrir þeirri þróun hjá öðrum sem ég ætla sjálfum mér. Þetta sannaðist átakanlega þegar ég las síðustu ljóðabók Hannesar Péturssonar, Heimkynni við sjó (1980). Fyrstu ljóðabækur Hannesar urðu mér unglingi kærar um skeið þótt ekki fyndi ég í þeim þá töfra sem drógu mig að Steini og Jóhannesi úr Kötlum. En um það leyti sem ég sá í hendi mér að öll íslensk nútíma- ljóðlist væri ekki annað en próvins-barningur og þarmeð einskis virði, fannst mér ljóð Hannesar orðin áreynslukennd og tilgerðarleg. Þótt mér hafi fyrir allnokkru tekist að vinna bug á þessum gömlu hleypidómum um íslenska nútímaljóðlist, hafa skoðanir mínar á fyrstu bókum Hannesar ekki breyst til muna. Þegar ég les þær núna — og endur- skoðanir Hannesar (í Kvceðasafni, 1977) breyta þar ekki miklu — kvikna hjá mér spurningar af þessu tagi: Hvað er maðurinn að rembast? Og hverju er hann að leyna? Hvað vill hann eiginlega að við höldum að hann sé? Seinni ljóðabækur Hannesar, Innlönd (1968), Rímblöð (1971), Óður um Island (1974) og lcvæðin í Úr hugskoti (1976) bættu engu við stærð hans sem skálds nema síður væri; þar var hann sumsstaðar kominn með mann inní þessi skelfilegu hugþrengsl þar sem svo mörg eftirstríðsskáld íslensk hafa kafnað fjörgömul á besta aldri. 41
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132
Side 133
Side 134
Side 135
Side 136

x

Tímarit Máls og menningar

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.