Tímarit Máls og menningar - 01.03.1981, Side 57
,,Hamar með nýjum munni“
að lyfta þeim upp úr hyljum
handar minnar — að veiða
sjálfan mig í hyljum
svefnugrar handar minnar.
(Heimkynni, 21)
Obbinn af því sem ort er hér á landi og víðar getum við dregið í dilk
með því sem Hannesi finnst „auðvelt“ en reynist honum þó sem öðrum
erfitt að því leyti að úr þessum Degi og Vegi, sem ekkert fær úr hyljum
svefnugrar handar, verður allajafnan rislítill skáldskapur. Þessa lexíu
hefur Hannes lært svo vel að í bókina hefur aðeins villst ein tilraun af
þessari sortinni (15). Þar er pólitísk hversdagshugsun látin hanga í einni
smellinni en þó magurri líkingu — og fellur flöt til jarðar. í öllum hinum
ljóðunum 59 tekst honum að veiða sjálfan sig í hyljunum, bræða saman
efnivið og persónulega afstöðu, vitsmuni og tilfinningu.
Því vitaskuld eru „hið auðvelda“ og „hið vandasama“ ekki ósættan-
legar andstæður, þvertámóti helst þetta tvennt í hendur þegar vel tekst
til. I skáldskap eru öll mál dægurmál. En bundin „hinu vandasama" geta
þau öðlast líf handan þess sem spyrst frá einni stund til annarrar. A sama
hátt getur „hið vandasama" ekki með góðu móti staðið eitt sér; útkoman
verður tilfinningasemi og ýmislegt þaðanaf verra. Bundið Degi og Vegi,
og aðeins þannig, öðlast það markvert líf.
An þess að hætta mér útí skilgreiningu á skáldskaparhugtakinu læt ég
í ljós þá skoðun, að góður skáldskapur sé ævinlega persónulegur, og þá
ekki aðeins í viðhorfi heldur líka og ekki síður í tilfinningu. Að vísu get
ég ekki neitað því að nokkrum skáldum hefur í seinni tíð tekist að yrkja
merkileg ljóð með vitsmununum svotil einum saman (hér á landi reyndar
aðeins einu). í slíkan skáldskap sæki ég þó ekki estetíska upplifun, öllu
heldur þá nautn sem hafa má af frjórri hugsun. Þessi ljóð get ég því með
sjálfum mér fullteins vel kallað eitthvað annað en ljóð. Það geri ég þó
ekki, af því meðal annars að ég veit ekki hvar mörkin liggja; má það líka
einu gilda.
Það sem lifir af gamalli lýrik gerir það í krafti tilfinningar fremur en
vitsmunalegrar afstöðu. Margt lifir góðu lífi þrátt fyrir afstöðu sem
enginn tekur lengur og telst því úrelt góss. Ef Jónas Hallgrímsson einn er
43