Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.03.1981, Page 57

Tímarit Máls og menningar - 01.03.1981, Page 57
,,Hamar með nýjum munni“ að lyfta þeim upp úr hyljum handar minnar — að veiða sjálfan mig í hyljum svefnugrar handar minnar. (Heimkynni, 21) Obbinn af því sem ort er hér á landi og víðar getum við dregið í dilk með því sem Hannesi finnst „auðvelt“ en reynist honum þó sem öðrum erfitt að því leyti að úr þessum Degi og Vegi, sem ekkert fær úr hyljum svefnugrar handar, verður allajafnan rislítill skáldskapur. Þessa lexíu hefur Hannes lært svo vel að í bókina hefur aðeins villst ein tilraun af þessari sortinni (15). Þar er pólitísk hversdagshugsun látin hanga í einni smellinni en þó magurri líkingu — og fellur flöt til jarðar. í öllum hinum ljóðunum 59 tekst honum að veiða sjálfan sig í hyljunum, bræða saman efnivið og persónulega afstöðu, vitsmuni og tilfinningu. Því vitaskuld eru „hið auðvelda“ og „hið vandasama“ ekki ósættan- legar andstæður, þvertámóti helst þetta tvennt í hendur þegar vel tekst til. I skáldskap eru öll mál dægurmál. En bundin „hinu vandasama" geta þau öðlast líf handan þess sem spyrst frá einni stund til annarrar. A sama hátt getur „hið vandasama" ekki með góðu móti staðið eitt sér; útkoman verður tilfinningasemi og ýmislegt þaðanaf verra. Bundið Degi og Vegi, og aðeins þannig, öðlast það markvert líf. An þess að hætta mér útí skilgreiningu á skáldskaparhugtakinu læt ég í ljós þá skoðun, að góður skáldskapur sé ævinlega persónulegur, og þá ekki aðeins í viðhorfi heldur líka og ekki síður í tilfinningu. Að vísu get ég ekki neitað því að nokkrum skáldum hefur í seinni tíð tekist að yrkja merkileg ljóð með vitsmununum svotil einum saman (hér á landi reyndar aðeins einu). í slíkan skáldskap sæki ég þó ekki estetíska upplifun, öllu heldur þá nautn sem hafa má af frjórri hugsun. Þessi ljóð get ég því með sjálfum mér fullteins vel kallað eitthvað annað en ljóð. Það geri ég þó ekki, af því meðal annars að ég veit ekki hvar mörkin liggja; má það líka einu gilda. Það sem lifir af gamalli lýrik gerir það í krafti tilfinningar fremur en vitsmunalegrar afstöðu. Margt lifir góðu lífi þrátt fyrir afstöðu sem enginn tekur lengur og telst því úrelt góss. Ef Jónas Hallgrímsson einn er 43
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134
Page 135
Page 136

x

Tímarit Máls og menningar

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.