Tímarit Máls og menningar - 01.03.1981, Side 65
,,Hamar með nýjum munni“
öryggisskorti að hann leitar staðfestingar á eigin tilveru alstaðar annars-
staðar en í sjálfum sér. Ég trúi og þessvegna er ég, ég hugsa og þessvegna
er ég, ég vinn og þessvegna er ég — öll þessi gömlu ergó eru nú sögulegur
fróðleikur. I staðinn er komið: aðrir sjá mig og þessvegna er ég. Eða: ég sé
mig i öðrum og þessvegna er ég. Eða jafnvel: þótt aðrir sjái mig ekki sé ég
mig í þeim og þessvegna er ég. Persónuleiki af þessu tagi er sokkinn í
sjálfan sig; þó er fullnæging þarfanna ævinlega fyrir utan hann.
Fyrirrennari þessarar týpu er sá sem heldur uppi misjafnlega falskri
mynd af sjálfum sér og speglar sig í henni. Þar er kominn sá sem Freud
kenndi við Narkissus sem náði ekki ástum Ekkóar og varð þess í stað svo
hugfanginn af spegilmynd sinni í lindinni að hann gleymdi sér og dó.
Þessi narkissisti (hugtakið er einnig notað yfir hina gerðina, þá sem er
regla fremur en undantekning meðal okkar í dag) hefur frá því um miðja
síðustu öld verið býsna fyrirferðarmikill meðal skálda. Hann náði þroska
með Strindberg en hefur síðan verið á nöturlegri niðurleið einsog sjá má
á öllum þeim kreistingi í skáldskaparlíki sem flotið hefur um markaðina á
undanförnum árum, kenndur við játningar, sjálfskrufningu, nýja ein-
lægni og guðmávitahvaðekki; þar er aðferðin sú að ég tek mig og pakka
mér inn og sendi til mín — sem þyrfti þó ekki að vera svo vitlaust ef
einhverju væri að pakka. Trúlega vegna fámennis hefur þessi tegund
skáldskapar verið minni hér á landi en víðast annarsstaðar. Við eigum til
að mynda ekkert ljóðskáld sem talist getur dæmigerður narkissisti af
gamla skólanum, þótt tilhneigingarnar séu augljósar hjá þeim mörgum,
allar götur afturtil Kristjáns fjallaskálds.
Því hefur verið haldið fram að allur góður skáldskapur sé einhvers-
konar sjálfsspeglun. Skáldið nái að veiða eitthvað í hyljum handar sinnar
og umbreyti því síðan í speglandi víxlverkan milli þess og sín. Þannig
skilin er sjálfsspeglunin eðlilegur þáttur allrar listsköpunar. En það er
reginmunur á þessu og þeirri einhæfu sjálfhverfu þar sem yfirsjálfið
speglar sig í yfirsjálfinu, eða öllu heldur misjafnlega brengluðum mynd-
um af því. Einnig er reginmunur á sjálfhverfunni og þeirri aðferð sem
reynst hefur talsvert vænlegri til árangurs og hér skiftir meginmáli:
speglun skáldsins í umhverfinu.
Hún er ekki ný í bókmenntasögunni; dæmi um hana má finna hjá
51