Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.03.1981, Page 65

Tímarit Máls og menningar - 01.03.1981, Page 65
,,Hamar með nýjum munni“ öryggisskorti að hann leitar staðfestingar á eigin tilveru alstaðar annars- staðar en í sjálfum sér. Ég trúi og þessvegna er ég, ég hugsa og þessvegna er ég, ég vinn og þessvegna er ég — öll þessi gömlu ergó eru nú sögulegur fróðleikur. I staðinn er komið: aðrir sjá mig og þessvegna er ég. Eða: ég sé mig i öðrum og þessvegna er ég. Eða jafnvel: þótt aðrir sjái mig ekki sé ég mig í þeim og þessvegna er ég. Persónuleiki af þessu tagi er sokkinn í sjálfan sig; þó er fullnæging þarfanna ævinlega fyrir utan hann. Fyrirrennari þessarar týpu er sá sem heldur uppi misjafnlega falskri mynd af sjálfum sér og speglar sig í henni. Þar er kominn sá sem Freud kenndi við Narkissus sem náði ekki ástum Ekkóar og varð þess í stað svo hugfanginn af spegilmynd sinni í lindinni að hann gleymdi sér og dó. Þessi narkissisti (hugtakið er einnig notað yfir hina gerðina, þá sem er regla fremur en undantekning meðal okkar í dag) hefur frá því um miðja síðustu öld verið býsna fyrirferðarmikill meðal skálda. Hann náði þroska með Strindberg en hefur síðan verið á nöturlegri niðurleið einsog sjá má á öllum þeim kreistingi í skáldskaparlíki sem flotið hefur um markaðina á undanförnum árum, kenndur við játningar, sjálfskrufningu, nýja ein- lægni og guðmávitahvaðekki; þar er aðferðin sú að ég tek mig og pakka mér inn og sendi til mín — sem þyrfti þó ekki að vera svo vitlaust ef einhverju væri að pakka. Trúlega vegna fámennis hefur þessi tegund skáldskapar verið minni hér á landi en víðast annarsstaðar. Við eigum til að mynda ekkert ljóðskáld sem talist getur dæmigerður narkissisti af gamla skólanum, þótt tilhneigingarnar séu augljósar hjá þeim mörgum, allar götur afturtil Kristjáns fjallaskálds. Því hefur verið haldið fram að allur góður skáldskapur sé einhvers- konar sjálfsspeglun. Skáldið nái að veiða eitthvað í hyljum handar sinnar og umbreyti því síðan í speglandi víxlverkan milli þess og sín. Þannig skilin er sjálfsspeglunin eðlilegur þáttur allrar listsköpunar. En það er reginmunur á þessu og þeirri einhæfu sjálfhverfu þar sem yfirsjálfið speglar sig í yfirsjálfinu, eða öllu heldur misjafnlega brengluðum mynd- um af því. Einnig er reginmunur á sjálfhverfunni og þeirri aðferð sem reynst hefur talsvert vænlegri til árangurs og hér skiftir meginmáli: speglun skáldsins í umhverfinu. Hún er ekki ný í bókmenntasögunni; dæmi um hana má finna hjá 51
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134
Page 135
Page 136

x

Tímarit Máls og menningar

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.