Tímarit Máls og menningar - 01.03.1981, Page 70
Tímarit Máls og menningar
I þessari nálgun er fólgin bæði sókn og uppgjöf. Skáldið hefur með-
tekið einsemd sína, firringu sína frá mönnum. Hann segir ekki lengur:
Það er langt þangað
sem ég þarf að komast
endalaus ganga
um annarlega slóð:
ferðin heim
inn í hjörtu mannanna.
(Stund og staóir, Kvœðasafn, bls. 131)
Ferðin heim hefur reynst árangurslaus að því leyti að á leiðarenda
verður ekki komist. En þótt skáldið hafi viðurkennt takmarkanir sínar og
samtímans og gefist upp á ferð sinni inní hjörtu mannanna, þá hefur
hann ekki hætt leit sinni, hann sækir þvertámóti fram af óstýrilæti þess
sem er fyrirmunað að standa í stað, en í aðrar áttir en áður: inní náttúruna
og sjálfan sig. Þegar hann gefst straumi tímans „án þótta og sjálfsvissu"
óskar hann sér ekki á vit manna, heldur:
Berðu mig í klóm þínum
niður í kolbláar ímyndanir!
(Heimkynni, 35)
Og náttúrunni gefst hann líka hvað eftir annað án þótta og sjálfsvissu
og fer ekki frammá annað en að fá að vera — og verða.
Lífsflótti, kann einhver að segja. Lífsleit, segi ég.
Hannes sættir sig ekki við að vera hlutur meðal hluta, dauður meðal
dauðra, hann tekst á við það hlutskifti sem borgaralegt samfélag ætlar
honum sem öðrum, einsemd sína og fánýtishyggju. Og í þessari glímu er
ekki aðeins fólgin kröftug afneitun á því sem er, heldur líka eftirminnileg
uppreisn — án fjasmælgi.
Við þetta bætist að með Heimkynnum hefur Hannesi tekist að veita
samtímanum inní skáldskap sinn. Þarna í speglasalnum iðar allt af Degi
og Vegi ásamt því — og í krafti þess — sem hann veiðir í hyljum
svefnugrar handar. Um leið er lesandinn kominn í kallfærið sem vantaði í
fyrri bækurnar, svo undarlega tímalausar einsog þær eru.
56