Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.03.1981, Síða 81

Tímarit Máls og menningar - 01.03.1981, Síða 81
Myndgerð Ijóðsins Að morgni var ég á göngu og las að venju á göngunni og lét mína veleygðu fætur ráða göngunni. Þá var það i fjörunni að ég hnaut ofsalega, líkt og tærnar hefðu skyndilega blindast, andartak. Höfuð mitt lamdist í stein. Við rothöggið fann ég hvernig ljóðið lamdi tunguna. Þegar ég raknaði úr öngvitinu eftir andartak strauk ég lófa um tunguna og hún var blóðug. Eg minntist undarlegs hljóms sem ég hafði heyrt í öngvitinu. Hljómurinn var ekki ósvipaður því þegar lítill hamar lendir á stórum steðja. Tveir fuglar sátu á steinum utan í túngarðinum, og var túngarðurinn sjávarkambur. Þegar ég leit til fuglanna göptu þeir ógurlega. Að horfa í eldrautt gin þeirra var að horfa í tvö vöff. Aldrei hafði ég séð í eldrautt kok þessara fugla. Þetta voru teistuhjón. Lögun teistunnar er þannig, að þótt hún væri ekki fugl þá gæti hún staðið sem listaverk, einkum þegar hún situr. Um leið og ég reis upp og staulaðist á fætur, þá fann ég að fætur mínir (eða tær) vom orðnir blindir. Auðsæilega hafði ég orðið að láta undan ljóðinu þegar ég féll. Höfuðið var vaknað. Viljinn hafði lamast andartak á steininum og horfið frá mér. Jæja, sagði ég við ljóðið. Þú hefur sigrað. Þú þurftir að rota mig og reyta augun af tánum. Mér var hlátur í huga eftir slysið. Helst langaði mig að grafa höfuðið í hinn svarta, lausa sand í fjörunni. Mig langaði að standa á höndum og höfði og reisa þannig vemleikanum níðstöng með löppunum á mér. Þó hætti ég við það. Aðeins ljóðið getur reist hinum hversdagslega veruleika níðstöng. Ljóðið var um stund allsráðandi með sínu æði og tilfinningu og með sinni meðvituðu leiðslu sem er fráleitt deyfiafl. Heldur skarpari skynjun en hin, hin skynjunin sem við erum gædd venjulega og er hversdagsleg og hagsýn. I sandinum samdi ég við sjálfan mig um að ég skyldi ekki yrkja ljóð inn í búning, heldur láta kvæðaflokkinn bíða hausts. I stað þess að yrkja bar mér að ganga fyrir guðinn Frey daglega, helst í dögun. Og í krukku við fætur honum átti ég að leggja eina ákveðna hugsun sem fórn: ljóðfórn. Kmkkuna nefndi ég Orðfórnarkrukkuna, sökum þess að ég reyndi að skapa niðursoðna list á þessum tíma: niðursoðnar myndir sem ég lagði í krukku. Aðrar krukkur voru Frægðarkrukkan og Lukkukrukkan. Frægðarkrukkuna hafði ég brotið, en einhver keypti Lukkukrukkuna á sýningu. Urvinnslan, vinnan, niðurröðun ljóðfórnanna átti að hefjast um haustið eftir að nætur færu að vera dimmar. En þá átti grindin um ljóðaflokkinn um Frey að vera fullgerð. A þetta sættist hugur minn. A hverjum morgni, í dögun, gekk ég inn eyna að líkneskjunni af Frey. Og á 67
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116
Síða 117
Síða 118
Síða 119
Síða 120
Síða 121
Síða 122
Síða 123
Síða 124
Síða 125
Síða 126
Síða 127
Síða 128
Síða 129
Síða 130
Síða 131
Síða 132
Síða 133
Síða 134
Síða 135
Síða 136

x

Tímarit Máls og menningar

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.