Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.03.1981, Síða 82

Tímarit Máls og menningar - 01.03.1981, Síða 82
Tímarit Máls og menningar leiðinni leitaði hugur minn að einhverri ákveðinni hugsun sem væri fórnar verð. Mér bar að fórna guði frjóseminnar og leggja hugsunina í formi tákns, máls eða vísbendingar í krukkuna við fætur honum. Þetta varð ég að gera þannig að enginn skildi annar en ég. Þegar ég hélt að heiman varð hugur minn að vera tómur, hlutlaus. Mér bar að halda að heiman hugsunarlaus og átti hugsunin að kvikna á göngu. Regluna sveik ég aldrei, þótt mig langaði þráfaldlega að létta mér erfiðið við fórnarat- höfnina og leyfa hugsun að vaxa af hugsun, þannig að til yrði hugsanaröð, enda koma hugsanir mannsins tíðum í kippum eða i klösum. Þær eru annaðhvort andsvar við annarri hugsun eða henni samþykkar. Frjálsar hugsanir sem slíkar eru ekki til. Eg þráði að brjóta þá reglu. Oft átti ég hugsanaforða fyrir alla daga vikunnar og hefði getað lagt daglega brot af honum í krukkuna. En öllum varð ég að sóa, eða nýta hann til annars. Hverja hugsun skrifaði ég á sérstakan, langan miða. Miðanum vafði ég upp á óbrunna eldspýtu. Hugsunin átti að minnast þess að hún gæti orðið að ösku á andartaki og eyðst. Hugsuninni átti að vera ljóst að hún hafði ekki kviknað almennilega, að hún átti ekki að kvikna fyrr en með haustinu. Eldspýtan var tákn eldsins, þess elds sem er falinn. Blaðið var tákn hverful- leikans, en í senn þess sem er varanlegt, vegna þess að maðurinn varðveitir hugsun sína á pappír. Hugsun má þó eyða í eldi af spýtu. Var ég að ógna hugsuninni? Langaði mig að minna hana á refsinguna? Sofðu í krukkunni til hausts, sagði ég við hugsun mína sem hlýddi, svo öguð var hún orðin eftir að hafa umgengist skáldsöguna. Þessum upptekna hætti hélt ég á hverjum morgni til hausts. Þá var krukkan orðin full af hugsunum, og í haustmyrkrinu hófst úrvinnslan. Eg tók hugsan- irnar úr krukkunni. Þær voru á hvítum lengjum eða árituðum borðum, og þegar ég hellti úr krukkunni hringuðust þeir upp. Um miðjan september var orðið dimmt af nótt. Smám saman urðu næturnar lengri en dagarnir. Norðurljós flöktu um himininn. Það var orðið kalt í húsinu, svo ég skipti um bústað og hreiðraði um mig í nýju húsi niðri i þorpi. A þessum tíma uppgötvaði ég myrkrið á ný. I borgum eru nætur aldrei með öllu dimmar. Götuljósin hrekja burt myrkrið og leynd þess. En þarna var ekkert götuljós og myrkrið varð allsráðandi. Húsin voru lýst upp með olíulömpum, og einstaka húsátti ljósamótor. Ljósamótorinn i næsta húsi hrakti frá mér hverja hugsun, en þegar slökkt var á honum, þegar hann engdist líkt og í andköfum og þagnaði að lokum og dimman og myrkrið varð allsráðandi, þá komu ljóðin til min; þau þyrptust að hugsun minni og röðuðu sér í ljóðlínur. 68
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116
Síða 117
Síða 118
Síða 119
Síða 120
Síða 121
Síða 122
Síða 123
Síða 124
Síða 125
Síða 126
Síða 127
Síða 128
Síða 129
Síða 130
Síða 131
Síða 132
Síða 133
Síða 134
Síða 135
Síða 136

x

Tímarit Máls og menningar

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.