Tímarit Máls og menningar - 01.03.1981, Qupperneq 82
Tímarit Máls og menningar
leiðinni leitaði hugur minn að einhverri ákveðinni hugsun sem væri fórnar verð.
Mér bar að fórna guði frjóseminnar og leggja hugsunina í formi tákns, máls eða
vísbendingar í krukkuna við fætur honum. Þetta varð ég að gera þannig að
enginn skildi annar en ég.
Þegar ég hélt að heiman varð hugur minn að vera tómur, hlutlaus. Mér bar að
halda að heiman hugsunarlaus og átti hugsunin að kvikna á göngu. Regluna
sveik ég aldrei, þótt mig langaði þráfaldlega að létta mér erfiðið við fórnarat-
höfnina og leyfa hugsun að vaxa af hugsun, þannig að til yrði hugsanaröð, enda
koma hugsanir mannsins tíðum í kippum eða i klösum. Þær eru annaðhvort
andsvar við annarri hugsun eða henni samþykkar. Frjálsar hugsanir sem slíkar
eru ekki til. Eg þráði að brjóta þá reglu.
Oft átti ég hugsanaforða fyrir alla daga vikunnar og hefði getað lagt daglega
brot af honum í krukkuna. En öllum varð ég að sóa, eða nýta hann til annars.
Hverja hugsun skrifaði ég á sérstakan, langan miða. Miðanum vafði ég upp á
óbrunna eldspýtu. Hugsunin átti að minnast þess að hún gæti orðið að ösku á
andartaki og eyðst. Hugsuninni átti að vera ljóst að hún hafði ekki kviknað
almennilega, að hún átti ekki að kvikna fyrr en með haustinu.
Eldspýtan var tákn eldsins, þess elds sem er falinn. Blaðið var tákn hverful-
leikans, en í senn þess sem er varanlegt, vegna þess að maðurinn varðveitir
hugsun sína á pappír. Hugsun má þó eyða í eldi af spýtu.
Var ég að ógna hugsuninni? Langaði mig að minna hana á refsinguna?
Sofðu í krukkunni til hausts, sagði ég við hugsun mína sem hlýddi, svo öguð
var hún orðin eftir að hafa umgengist skáldsöguna.
Þessum upptekna hætti hélt ég á hverjum morgni til hausts. Þá var krukkan
orðin full af hugsunum, og í haustmyrkrinu hófst úrvinnslan. Eg tók hugsan-
irnar úr krukkunni. Þær voru á hvítum lengjum eða árituðum borðum, og
þegar ég hellti úr krukkunni hringuðust þeir upp.
Um miðjan september var orðið dimmt af nótt. Smám saman urðu næturnar
lengri en dagarnir. Norðurljós flöktu um himininn. Það var orðið kalt í húsinu,
svo ég skipti um bústað og hreiðraði um mig í nýju húsi niðri i þorpi. A þessum
tíma uppgötvaði ég myrkrið á ný. I borgum eru nætur aldrei með öllu dimmar.
Götuljósin hrekja burt myrkrið og leynd þess. En þarna var ekkert götuljós og
myrkrið varð allsráðandi. Húsin voru lýst upp með olíulömpum, og einstaka
húsátti ljósamótor. Ljósamótorinn i næsta húsi hrakti frá mér hverja hugsun, en
þegar slökkt var á honum, þegar hann engdist líkt og í andköfum og þagnaði að
lokum og dimman og myrkrið varð allsráðandi, þá komu ljóðin til min; þau
þyrptust að hugsun minni og röðuðu sér í ljóðlínur.
68