Tímarit Máls og menningar - 01.03.1981, Page 87
Myndgeró Ijóðsins
Eðli ljóðsins er myrkt og það hringsólar í leit. Kannski í leik.
borið af straumi uns einhver aldan tekur gamla guðinn í fangið. . .
Það er: náttúran og lífið tekur skáldið og ljóðið í fangið.
og fcerir höfuð og Ijóð til hvíldar í dumban faðm fjarðarkjaftsins.
Dumban, vegna þess að náttúran er þögul. Hún er ekki máli gædd.
Skáldið og ljóðið eru það eina sem gætt er máli í náttúrunni. Sérhver
maður er ljóð og skáld.
Og í lokin ávarpar skáldið guð sköpunarinnar og hinnar eilífu frjósemi og
segir í kveðjuskyni:
Freyr
fannig vex Ijóð af Ijóði.
Tvímælalaust veit Freyr eins vel og skáldið að eitt vex af öðru í náttúrunni,
hinni sífelldu hringrás. Skáldið er ekki að setja sig á háan hest gagnvart
guðinum. Skáldið er ekki að segja guðinum eitthvað sjálfsagt, síst guði sem
lætur eitt vaxa af öðru.
Skáldið er að ræða við sinn guð sem jafningja. Hvor um sig ræður yfir ríkri
náttúru. I framkomu skáldsins er engin læging.
Vinátta skáldsins og guðsins er ekki vinátta þræls og húsbónda. Þeir eru ekki
jábræður. Báðir eru uppréttir, í þeirri vissu að lifið og ljóðið og náttúran er
stöðug hringrás og sköpun.
Þannig lýkur lofgerðinni um lífið, ljóðiö, manninn og guðinn.
Hér hef ég lýst eingöngu því hvernig form ljóðsins fæddist, myndgerð þess
og merking.
Annað mál og margbrotnara er líf ljóðsins og það hvernig muldrið í sál
skáldsins verður að orðum í munni og á tungu. Það er hið raunverulega ljóð og
er merkingarlaust að því er virðist. En er ljóðiö merkingarlaust í eðli sínu ef
hægt er að túlka það? Ég veit það ekki.
Hitt veit ég, að lítilsvirði er ljóðið fært á blað, borið saman við það sem ekki
verður með orðum lýst, eða nær aldrei orðum.
73