Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.03.1981, Page 99

Tímarit Máls og menningar - 01.03.1981, Page 99
Anton HelgiJónsson Fæðing ljóðs — og líf Aðfaranótt 1. maí í fyrra svaf ég vel og svitnaði lítið. Einhverntíma undir morgun dreymdi mig að ég væri staddur á fjölmennri samkomu. Mér fannst sem ég stæði á litlum palli og læsi upp nokkur ljóð. Ekki veit ég hvernig áheyrendur tóku ljóðunum, en mér sjálfum þótti eitt þeirra svo undarlegt, að ég vaknaði um leið og ég lauk lestri þess. Þá brá ég skjótt við, greip skriffæri af náttborðinu og hripaði það niður. Síðan fór ég á fætur, fékk mér brauð og kaffi; dundaði við kommur fram eftir morgni. Um hádegi dró ég blað úr ritvélinni. Á því stóð þetta: RJÚPAN Rjúpa flaug inn á borð hjá Sigfúsi Daðasyni. Skáldið var þá ritstjóri og hafði kontór á þriðju hæð í húseigninni Laugavegur átján. Glugginn gesta sneri út að Vega- mótastíg. Þegar rjúpan hafði setið um stund á borðinu, hvarflaði að skáldinu, ritstjóranum og Sigfúsi Daðasyni, að rjúpan væri alls ekki rjúpa. Þetta var ekki vetrarrjúpa og sannarlega ekki sumarrjúpa. Enda var hvorki sumar né vetur. Það var ekki vor og þaðan af síður haust. Þessum samsetningi hef ég stundum verið að lauma til vina minna, þeim og mér til skemmtunar. Sumum hefur fundist þetta undarlegt ljóð, öðrum „flipp- að“, en enginn hefur reynt að ráða merkingu þess. Sjálfur er ég engu nær, þó ég brjóti stöðugt heilann. En hvað sem öðru líður verður því ekki neitað að ég fékk andann yfir mig, reyndar í svefni, en yfir mig samt. Og einu sinni hef ég þó komið texta á blað án mikillar fyrirhafnar. Nei, Rjúpan á sér ekki langa sköpunarsögu, það má með sanni segja að ég hafi fengið andann yfir mig og eftir stutta meðgöngu hríðir; fætt síðan án minnsta sársauka. Að nefna vinnu í þessu sambandi væri út í hött. Þó veit ég að yrkingar eru ekkert nema púl og streð og þrældómur. Vinna, vinna, vinna. En samt, þetta ljóð kom í heiminn án allra átaka, það þurfti ekki einu sinni ljósu til að hnika til orði. 85
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134
Page 135
Page 136

x

Tímarit Máls og menningar

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.