Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.03.1981, Qupperneq 102

Tímarit Máls og menningar - 01.03.1981, Qupperneq 102
Tímarit Máls og menningar ganginum tókst námsmönnum þó að rífa sig nægilega úr viðjum viðtekinna hugmynda og venja til að geta litið nánasta umhverfi sitt gagnrýnum augum. Fljótlega tóku menn að gagnrýna misrétti fólks til að njóta menntunar. Náms- mönnum varð það almennt ljóst að bæði fjárráð og uppeldisaðstæður skópu ungmennum úr efri stéttum mun greiðari aðgang að langskólanámi en af- kvæmum verkalýðs og lægri millistéttar. Sá hluti æskulýðsuppreisnarinnar sem nærtækast er að kalla námsmanna- hreyfingu háði baráttu undir vígorðinu „jafnrétti til náms“ í flestum auðvalds- samfélögum á fyrri hluta liðins áratugs. Jafnframt tóku æ fleiri verkalýðssinn- aðir námsmenn að spyrja um innihald námsins — hvort hagur verkalýðs væri í því fólginn að koma börnum sínum til mennta og hvort ekkert væri athugavert við inntak menntunarinnar. Oldurnar risu ekki jafn hátt í íslenskum skólum og víðast hvar í nálægum löndum. Þó varð þar hliðstæð vitundarþróun, einungis í minna mæli. Rót- tæknin eignaðist fljótlega höfuðvígi sitt i háskólanum, og nemendur hans tóku m. a. að beina gagnrýni sinni að þeirri menntun sem þar var kostur á. I flestum deildum mynduðust andófshópar sem afneituðu goðsögninni um hlutleysi vísindanna. Andófsöflin töldu að langskólamenntað fólk væri að jafnaði hand- bendi auðmagnsins við að efla gróðasókn þess í verðmætasköpun vinnandi alþýðu og halda aftur af uppreisn hennar gegn kúgun og arðráni. Slíkar gagnrýnar hugmyndir voru víða ræddar og má m. a. sjá þær í útgáfuefni námsmanna sl. 5 — 10 ár, s. s. Stúdentablaðinu og málgögnum deildarfélaga. I þessum andófshópum hefur námsmannahreyfingin tekið á sig róttækasta mynd. Þeir hafa þó aldrei orðið að fjöldahreyfingu og starfað lítt samfellt. Allur fjöldi íslenskra námsmanna, ekki síst á háskólastigi, hefur lítið svigrúm til að mynda sér djúptæka gagnrýni á nám sitt. Vandamálin eru svo sem nógu stór fyrir: námsálag, fjárhagsáhyggjur, óvissa um störf að námi loknu o. s. frv. Gagnrýnin afstaða til námsins hefur ekki heldur getað státað af miklum póli- tískum landvinningum, þar sem andófshópunum hefur lítt tekist að tengja hana vandamálum líðandi stundar. Róttæka sósíalíska gagnrýni á inntak vísinda og háskólanáms er þó enn að finna á meðal íslenskra háskólanema, og menn leita fyrir sér um leiðir til að umbreyta henni í virka baráttu. Þar hefur einkum verið rætt um tvær baráttu- leiðir: 1) Að breyta viðmiðun vísindalegrar þekkingarleitar, þannig að mennta- menn afli sérþekkingar sem miðist við hagsmuni verkalýðs. í stað þess t. d. að athuganir á framleiðsluferlum miðist við að auka afköst og „hagkvæmni“ sé 88
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97
Qupperneq 98
Qupperneq 99
Qupperneq 100
Qupperneq 101
Qupperneq 102
Qupperneq 103
Qupperneq 104
Qupperneq 105
Qupperneq 106
Qupperneq 107
Qupperneq 108
Qupperneq 109
Qupperneq 110
Qupperneq 111
Qupperneq 112
Qupperneq 113
Qupperneq 114
Qupperneq 115
Qupperneq 116
Qupperneq 117
Qupperneq 118
Qupperneq 119
Qupperneq 120
Qupperneq 121
Qupperneq 122
Qupperneq 123
Qupperneq 124
Qupperneq 125
Qupperneq 126
Qupperneq 127
Qupperneq 128
Qupperneq 129
Qupperneq 130
Qupperneq 131
Qupperneq 132
Qupperneq 133
Qupperneq 134
Qupperneq 135
Qupperneq 136

x

Tímarit Máls og menningar

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.