Tímarit Máls og menningar - 01.03.1981, Page 104
Tímarit Máls og menningar
jafnrétti sé tryggt í skólakerfmu þar eð allir hafi sömu formlegu tækifæri til
náms og námsstyrkir o. þ. h. jafni aðstöðumun eftir fjárhag og búsetu. Hann
vísar til félagsfræðilegra rannsókna sem sýna fram á að börn mæta misjafnlega
vel undirbúin til leiks í skólann. Uppeldi er ólíkt eftir stéttum og skólinn gefur
þeim bestu tækifærin sem hlotið hafa menningararf miðstéttar og yfirstéttar í
uppeldi sínu. Um leið gegnir skólinn veigamiklu hlutverki í því að raða fólki
niður á störf samfélagsins og viðheldur stéttaskiptingunni á þann hátt að börn
úr verkalýðsstétt ná lakari árangri í skóla og lenda því fremur í verkalýðsstétt
o. s. frv. I sama streng og Loftur tekur t. d. Guðrún Friðgeirsdóttir (2).
Þessi gagnrýni er óneitanlega réttmæt og mikilvæg sem afhjúpun á út-
breiddri goðsögn um „jafnrétti til náms“. Hins vegar hrekkur hún ákaflega
skammt. Dr. Wolfgang Edelstein benti íslenskum skólamönnum á staðreyndir
„skilvinduhlutverksins" þegar árið 1966 (3), og grein hans gefur jafnframt vís-
bendingu um það hvernig á því stendur að þessar staðreyndir eru afhjúpaðar og
kannaðar vísindalega: A 7. áratugnum óx mjög þörfin á fólki með framhalds-
menntun, þar sem auðmagnsupphleðsla byggðist mjög á tækniframförum. Það
varð því óhagkvæmt að skólakerfið flokkaði fólk til verkalýðsstéttar sem í raun
gat gengið menntaveginn, væri smávægilegt átak gert til þess. Þótt sósíalistar
gagnrýni skilvinduhlutverk skóla mega þeir ekki gleyma því að það var dregið
fram í dagsljósið vegna þess að það var orðið auðmagninu til trafala. Skil-
vinduhlutverkið getur heldur aldrei orðið helsti skotspónn sósíalískrar mennt-
unargagnrýni. Sósíalistar berjast ekki fyrir því að allir hafi jöfn tækifæri til að
verða forstjórar, hjúkrunarfræðingar eða öskukallar, heldur fyrir afnámi stétta-
skiptingar og kapítalískrar verkaskiptingar.
bmrœting borgaralegra hugmynda í skólum. Margir hinna sósíalísku skóla-
manna leggja megináherslu á að í skólum sé rekinn „áróður fyrir einstaklings-
hyggju og hetjudýrkun“, „íhaldsáróður sem er í samræmi við ríkjandi þjóð-
félagsgerð og styrkir hana.“ (Helga Sigurjónsdóttir og Þorgrímur Gestsson í
dagskrárgreinum, tilvitnun tekin úr 4) Loftur Guttormsson slær á sömu strengi
þegar hann reynir að skýra upphaf almennrar skólagöngu:
Nærtækt hefði því verið að ætla að stofnun almenningsskólans væri liður í því
að treysta hugmyndalegt forræði borgarastéttarinnar í átökum hennar við vax-
andi verkalýðshreyfingu. (1, bls. 26)
Þessi gagnrýni einblínir á það hvernig hugmyndir og innræting þeirra styrkja
90