Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.03.1981, Page 111

Tímarit Máls og menningar - 01.03.1981, Page 111
Skólaumbatur og skólagagnrýni marxísk skólagagnrýni; hún byrjar ekki á því að skoða skólann útaf fyrir sig, heldur hvernig auðmagnið mótar vinnuna og menntun vinnuaflsins. I forkapítalískum samfélögum var ekki þörf almennrar skólagöngu, heldur lærði hver kynslóð af hinum eldri við sjálf framleiðslustörfin, og sömuleiðis var samfélagshlutverkið mestmegnis tekið í arf frá foreldrum. Þegar framleiðslan verður kapítalísk byggir það ekki síst á því að vinnuaflið verður vara sem gengur kaupum og sölum eins og aðrar vörur. (Leyndardómur kapítalismans er hins vegar sá að vinnuafl aðgreinir sig frá öðrum vörum að því leyti að það veitir kapítalistanum meira en hann greiðir fyrir það.) Það leiðir af vörueðli vinnu- aflsins að það verður að vera starfhæft þegar það gengur inn i framleiðsluna. Einstakir kapítalistar geta ekki tekið á sig kostnaðinn við að starfshæfa vinnu- aflið, því að eigandi þess er verkamaðurinn sjálfur og hann getur þá hæglega selt vinnuafl sitt öðrum en þeim sem menntaði hann. Kapítalistinn ræður ekki vinnuafl, nema það sé þegar gætt sæmilegri starfshæfni, og verkalýðsfjölskyldan og ríkið verða að sjá til þess. Athugun á eðli kapitalískrar framleiðslu sýnir okkur þannig að samhengi náms og starfs rofnar þegar vinnuaflið verður að vöru. Það er ekki sjálfgefið að nám eigi sér stað í skólum. Hins vegar krefst kapítalísk skipan vinnunnar þess. Mjög algengt er að þróun vinnu sé skýrð með þeirri „tækniþróun" sem hefur tekið á sig svipaða dularmynd í vitund nútímamannsins og náttúruöflin í huga frummanna. En strax á síðustu öld afhjúpaði Marx kjarna þess hvernig hreyfi- lögmál auðmagns móta þróun í tækni og vinnutilhögun. Ein lyftistöng auð- magnsþróunar hefur verið aðskilnaður andlegrar og líkamlegrar vinnu, þannig að aukin.framleiðni vinnunnar hefur ekki skilað sér í flóknari og innihaldsríkari störfum alls fjöldans. Annars vegar sér hennar stað í auknu álagi á vinnuaflið þar til náð er þolmörkum þess, hins vegar, sem meira máli skiptir, í aukinni vélvæðingu og hagræðingu á vinnustað. Grunnþættir vinnuferlis eru hráefni, verkfæri og vélar, vinnutilhögun og það vinnuafl sem býr í einstökum starfs- mönnum. í auðskipulagi á auðmagnið hráefni, verkfæri, vélar, vinnutilhögun og afurðir vinnunnar, en sá þáttur sem í raun skapar auðmagnið, þ. e. vinnu- aflið, er ákveðnir eiginleikar og kunnátta hjá fólki sem einungis tekur þátt i framleiðslunni til að afla sér lífsviðurværis, þ. e. það selur vinnuafl sitt. Það hentar auðmagninu best að láta alla aukningu á framleiðsluafli vinnunnar gerast á óskoruðu yfirráðasvæði sínu, þ. e. með því að framþróa vélar og vinnutil- högun en ekki kunnáttu starfsfólksins. A þennan hátt eignar auðmagnið sér ekki einungis alla framleiðniaukningu, heldur verður það æ óháðara hinu TMM 7 97
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134
Page 135
Page 136

x

Tímarit Máls og menningar

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.