Tímarit Máls og menningar - 01.03.1981, Page 111
Skólaumbatur og skólagagnrýni
marxísk skólagagnrýni; hún byrjar ekki á því að skoða skólann útaf fyrir sig,
heldur hvernig auðmagnið mótar vinnuna og menntun vinnuaflsins.
I forkapítalískum samfélögum var ekki þörf almennrar skólagöngu, heldur
lærði hver kynslóð af hinum eldri við sjálf framleiðslustörfin, og sömuleiðis var
samfélagshlutverkið mestmegnis tekið í arf frá foreldrum. Þegar framleiðslan
verður kapítalísk byggir það ekki síst á því að vinnuaflið verður vara sem gengur
kaupum og sölum eins og aðrar vörur. (Leyndardómur kapítalismans er hins
vegar sá að vinnuafl aðgreinir sig frá öðrum vörum að því leyti að það veitir
kapítalistanum meira en hann greiðir fyrir það.) Það leiðir af vörueðli vinnu-
aflsins að það verður að vera starfhæft þegar það gengur inn i framleiðsluna.
Einstakir kapítalistar geta ekki tekið á sig kostnaðinn við að starfshæfa vinnu-
aflið, því að eigandi þess er verkamaðurinn sjálfur og hann getur þá hæglega selt
vinnuafl sitt öðrum en þeim sem menntaði hann. Kapítalistinn ræður ekki
vinnuafl, nema það sé þegar gætt sæmilegri starfshæfni, og verkalýðsfjölskyldan
og ríkið verða að sjá til þess. Athugun á eðli kapitalískrar framleiðslu sýnir
okkur þannig að samhengi náms og starfs rofnar þegar vinnuaflið verður að
vöru.
Það er ekki sjálfgefið að nám eigi sér stað í skólum. Hins vegar krefst
kapítalísk skipan vinnunnar þess.
Mjög algengt er að þróun vinnu sé skýrð með þeirri „tækniþróun" sem hefur
tekið á sig svipaða dularmynd í vitund nútímamannsins og náttúruöflin í huga
frummanna. En strax á síðustu öld afhjúpaði Marx kjarna þess hvernig hreyfi-
lögmál auðmagns móta þróun í tækni og vinnutilhögun. Ein lyftistöng auð-
magnsþróunar hefur verið aðskilnaður andlegrar og líkamlegrar vinnu, þannig
að aukin.framleiðni vinnunnar hefur ekki skilað sér í flóknari og innihaldsríkari
störfum alls fjöldans. Annars vegar sér hennar stað í auknu álagi á vinnuaflið þar
til náð er þolmörkum þess, hins vegar, sem meira máli skiptir, í aukinni
vélvæðingu og hagræðingu á vinnustað. Grunnþættir vinnuferlis eru hráefni,
verkfæri og vélar, vinnutilhögun og það vinnuafl sem býr í einstökum starfs-
mönnum. í auðskipulagi á auðmagnið hráefni, verkfæri, vélar, vinnutilhögun
og afurðir vinnunnar, en sá þáttur sem í raun skapar auðmagnið, þ. e. vinnu-
aflið, er ákveðnir eiginleikar og kunnátta hjá fólki sem einungis tekur þátt i
framleiðslunni til að afla sér lífsviðurværis, þ. e. það selur vinnuafl sitt. Það
hentar auðmagninu best að láta alla aukningu á framleiðsluafli vinnunnar gerast
á óskoruðu yfirráðasvæði sínu, þ. e. með því að framþróa vélar og vinnutil-
högun en ekki kunnáttu starfsfólksins. A þennan hátt eignar auðmagnið sér
ekki einungis alla framleiðniaukningu, heldur verður það æ óháðara hinu
TMM 7
97