Tímarit Máls og menningar - 01.03.1981, Síða 112
Tímarit Máls og menningar
framandi afli, verkalýðnum. Störf verkafólks afmarkast í vaxandi mæli af véla-
samstæðum og verkaskiptingu, á þann hátt að auðmagnið geti fylgst með og
gert ákveðnar kröfur um hraða í þessum störfum. A hinn bóginn vinsar
auðmagnið hina andlegu þætti úr vinnunni og felur sérstökum verkahópi. Hér
er átt við störf á borð við að framþróa, framfylgja og hafa eftirlit með tækni og
vinnutilhögun. Þessir andlegu þættir vinnunnar, sem slitnir hafa verið frá
hinum líkamlegu, verða æ vísindalegri, en á meðan viðhald og efling auðmagns
er viðmiðun framleiðslunnar eru þessir þættir — og þar með þróun vísinda —
óleysanlega bundnir gróðasköpuninni. Þeir verða tæki til þess að tryggja auð-
magninu sem mestan arð af framleiðslustörfum verkalýðs, og það breytist ekki
þótt hin vísindalega framþróun tækniþekkingarinnar eigi sér að verulegu leyti
stað í ríkisgeiranum, þvi að hagnýting þekkingarinnar í kapítalísku fram-
leiðsluferli heldur áfram að vera viðmiðun i öflun hennar.
Það er þversagnakennt, en jafnframt þvi sem andlegt/visindalegt innihald
framleiðslunnar stóreykst verða almenn framleiðslustörf einhæfari og inni-
haldsminni. Þar veldur sú stöðuga viðleitni auðmagns og handlangara þess að
gera störfin þannig úr garði að hver og einn geti unnið þau. Með því móti fær
enginn hópur verkafólks einokun á þeim. Slíkri einokun fylgir bætt aðstaða til
að knýja fram hærri laun, en án hennar er hægt að notast við hvern sem er, þ. e.
ódýrasta vinnuaflið.
Kapítalisminn tekur við iðnaðarframleiðslu úr höndum handverksgilda
miðalda. Aður vann iðnsveinninn afurðina frá upphafi til enda, en kapítalistinn
nær auknum afköstum með þvt að skipta verkinu upp í ótal verkþætti. Hann
lækkar enn framleiðslukostnaðinn með þvi að nota ófaglært fólk. Þegar störftn
hafa náð ákveðinni einhæfni og við ákveðnar verðaðstæður, einkum þegar laun
hækka vegna eftirspurnar á vinnuafli, verður hagkvæmt að láta vélar vinna í stað
manna. I sögu kapítalismans skiptast á skeið þar sem framleiðslan eykst án
verulegra tækniframfara og skeið tækninýjunga og vélvæðinga. Við tækninýj-
ungar skapast ný flókin störf, s. s. við viðgerðir og eftirlit, en launakostnaður
vegna þeirra verður kapítalistum þyrnir i augum. Þeir leitast því við að kljúfa
þessi flóknu störf upp í mörg einföld störf, og samþjöppun auðmagns auðveldar
þá viðleitni.
Almenn tilhneiging í próun vinnunnar í kapítalismanum er afhafing (Dekva/i-
ftzierung) vinnuaflsins. Merking þessarar yrðingar er ekki sú að störfin verði
endilega einhæfari frá ári til árs. Hér ræðir um þá eðlislægu tilhneigingu
auðmagnsins að það dregur ávallt sem flesta andlega þætti út úr sífellt flóknari
vinnuferlum og gerir líkamleg störf sem einhæfust.
98