Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.03.1981, Side 114

Tímarit Máls og menningar - 01.03.1981, Side 114
Tímarit Má/s og menningar fólk nema það hafi meðal starfsgetu. Þetta hefur m. a. í för með sér að fólki með skerta starfsgetu er kastað út úr framleiðslunni — öryrkjum, gamalmennum, drykkjufólki, dópistum og öðrum þeim sem ekki standa undir meðalkröfum. Vinnuaflið verður að sjá um sig sjálft utan vinnutíma, gera sjálft sig hæft til að mæta næsta vinnudag og enn fremur að framleiða nýjar kynslóðir vinnuafls. I rás kapitalismans verður fjölskyldan æ vanmegnugri til þess arna (en hér er því miður ekki tóm til að gera nánari grein fyrir hnignun fjölskyldunnar), og auknar kröfur um „stöðlun“ vinnuafls koma m. a. fram í þvi að skólar leggja vaxandi rækt við þá sem ekki standast meðalkröfur. Menn kynnu að draga þá ályktun af því sem hér hefur verið sagt að menntun vinnuafls sé að minu mati sjálfvirk afleiðing af þörfum auðmagns; vinnuaflið sé mótað eins og óvirkt hráefni í framleiðslunni. Svo er hins vegar ekki. Vinnuaflið er ekki aðeins þolandi auðskipulagsins, heldur líka gerandi. Það er m. a. gerandi í þeim skilningi að það rís til andófs gegn kúgun auðmagnsins, og viðbrögð auðmagns og ríkis við slíku andófi er veigamikill liður í hæfingu vinnuaflsins. Mikilvægt er að skoða tengsl launavinnu og auðmagns ekki einungis sem arðrán auðmagnsins á afrakstri launavinnunnar. Þessi tengsl eru um leið kúgun auðmagns á launþegum. I framleiðslunni er sú kúgun öðrum þræði bein, þ. e. fyrirskipanir o. þ. h., en jafnframt gerist hún óbeint í gegnum vélarnar. Afurðir launavinnunnar, framleiðslutækin, eru mótuð þannig í höndum kapítalistanna að verkafólk verður einungis framlenging þeirra. Þar sem t. d. smiðurinn notar hamar sinn og sög sem verkfæri notar auðmagnið, í líki vélasamstæðu verk- smiðjunnar, verksmiðjufólkið sem verkfæri sín. Vöðvar, taugar og heili verka- fólksins verða fyrir rányrkju á svipaðan hátt og fiskimiðin, og andóf verkafólks er óhjákvæmilega vakið. Þetta andóf getur birst í ýmsum myndum, eyðilegging véla og skemmdarstarfsemi á afurðum framleiðslunnar hefur þekkst frá upphafi kapítalismans, og sömu sögu er að segja um vinnufælnina. Hreyfiafl auðskipu- lagsins, auðmagnsupphleðslan, krefst þess hins vegar að gripið sé til gagnráð- stafana gegn hinu sjálfsprottna andófi verkafólks, ekki síst gegn þeirri hættu að það þróist upp í félagslega baráttu þar sem verkalýðurinn beitir samtakamætti sínum ekki einungis gegn magni arðránsins, þ. e. í launabaráttu, heldur berjist gegn sjálfu arðráninu og þeirri kúgun sem það krefst. Reynt er að sporna gegn andófi verkafólks á ýmsan hátt, það er barið niður eins og hægt er, gengið er til móts við kröfur verkafólks innan þeirra marka sem auðmagnsupphleðslan leyfir o.s. frv. Félagsmótunin gegnir hér ekki minnsta hlutverkinu. Annars vegar er leitast við að sætta verkafólk við að vinna störf sem því hrútleiðist og það gert óvirkt i þeim skilningi. Hins vegar er reynt að gera 100
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132
Side 133
Side 134
Side 135
Side 136

x

Tímarit Máls og menningar

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.