Tímarit Máls og menningar - 01.03.1981, Blaðsíða 115
Skólaumbœtur og skólagagnrýni
verkafólk virkt á vinnumarkaðnum, í atvinnuleit og því að tileinka sér nýja
starfshæfni. Þetta er vitaskuld mótsagnakennd félagsmótun, og hvað eftir annað
steytir kúgunin á nýjum mörkum svo að andóf verkafólks blossar upp.
Á sama hátt og andóf verkafólks staðnæmist ekki við verksmiðjusalinn,
heldur nær til annarra þátta í lífsskilyrðum þess, beinist aðlögunarviðleitni
auðmagns og ríkis að flestum þáttum í tilveru verkafólks. Skólarnir gegna æ
veigameira hlutverki í þeirri aðlögun. Mikilvægt er hins vegar að átta sig á að
hreyfiaflið í þeirri aðlögun er þróun auðmagnsupphleðslunnar. Viðhorf verka-
fólks skipta auðmagnið í raun engu máli, á meðan þau eru ekki ógnun við
upphleðslu þess. Gildislögmál auðmagnsins þvinga fram ákveðna þróun fram-
leiðslunnar og setja verkafólki þannig lífsskilyrði. Síðan er um að ræða keðju-
verkun gagnvart öðrum þáttum í tilveru verkafólks, og reyndar millistéttunum
líka. Miklu varðar fyrir sósíalista að átta sig á þessum tengslum. Skilningur á
þeim er forsenda þess að mótuð sé réttvísandi baráttustefna á hinum ýmsu
sviðum samfélagsins, þ. á m. í skólamálum.
Frh.
HEIMILDASKRÁ
/). hlenskar greinar:
1. Loftur Guttormsson: „Skóli og stéttaskipting: sósíalísk gagnrýni", Höður
(útgáfuár óvíst).
2. Guðrún Friðgeirsdóttir: ,Jafnrétti til náms“, Þjóðviljinn 26.10. 1977.
3. Wolfgang Edelstein: „Breyttir samfélagshættir og hlutverk skólanna", Menntamál
(útgáfuár óvíst).
4. Guðrún Friðgeirsdóttir og Stefán Briem: „Blaðaskrif um áróður í skólurn", Tímarit
Máls og menningar, 3—4 1977.
5. Gísli Pálsson: „Skóli stéttaþjóðfélagsins“, Þjóðviljinn 28.9. 1977.
6. Gísli Pálsson: „Sósíalísk menntastefna", Þjóðviljinn 5.11. 1977.
7. Páll Skúlason: „Viðhorf til menntunar", Stúdentablaðið, 1978.
8. Þorsteinn Vilhjálmsson: „Þekkingin er þjóðfélagsafl", Tímarit Máls og menningar,
3-4 1977.
9. Hörður Bergmann: „Er skólinn kvalarstaður?", Þjóðviljinn 14.9. 1977.
10. Jónas Pálsson: Borgaraskóli — Alþýðuskóli, Iðunn 1978.
11. Gísli Pálsson: „Valdið og vitneskjan", Tímarit Máls og menningar, 3 — 4 1977.
B. Erlend rit:
Karl Marx: Das Kapital I, kaflar 4 — 23.
Karl Marx: Das Kapital III, kaflar 13 — 15.
101