Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.03.1981, Blaðsíða 122

Tímarit Máls og menningar - 01.03.1981, Blaðsíða 122
Tímarit Máls og menningar mæltu snýr hann sér að framlagi leik- stjóra, leikmyndateiknara og leikara. For- senda þessarar aðferðar, sem setur enn svip sinn á íslenska leikdóma, er sú skoðun að hlutverk leiksviðsins sé að túlka verk skáldsins, en ekki öfugt, þ. e. að skáldið semji verkið til þess að vekja líf á sviðinu. Margir gagnrýnendur með bókmennta- lega menntun hafagengið þannig til verks vegna hreinnar vankunnáttu og fordóma gagnvart leikhúsi, en í þeirra hópi verður Ásgeir Hjartarson ekki talinn. Hann hættir sér að vísu sjaldnast út í tæknilegar athugasemdir um leik eða nýtingu sviðs heldur lætur fremur almenn orð nægja, en verður samt tæplega sakaður um að hafa ekki borið skyn á það sem fór fram fyrir augum hans. Ég hef grun um að sú virð- ing sem dómar hans nutu hafi að ekki litlu leyti helgast af því, að hann fjallaði ræki- legar og betur um verk leikara og leik- stjóra en flestir þeirra sem skrifuðu um leikhús samtímis honum. Um mat hans á leikstjórn eða frammistöðu leikenda geta vitaskuld þeir einir dæmt sem muna sýn- ingarnar sjálfar vel, en yfirleitt eru dómar hans bornir fram af öryggi og markvísi þess sem veit um hvað hann er að tala. Sérstaka athygli vekur hversu næma grein hann gerir sér fyrir mikilvægi leikstjórn- arinnar og bendi ég því til staðfestingar á frábæra greiningu hans á leikstjórnar- legum mistökum í uppfærslu Þjóðleik- hússins á óperu Verdis, II trovatore. Um réttmæti og áhrif hinnar bók- menntalegu leikhússkoðunar má vita- skuld deila og verður ekki farið út í þá sálma hér. Rétt er að benda á að hægt er að fjalla um leik og sýningar á allt annan og mun fjölbreytilegri hátt en Ásgeir gerir, og vonandi er áð Leiknum er lokið stuðli ekki að því að íslenskir leikdómar staðni eða færist aftur í hið fyrra horf. íslenskir gagnrýnendur verða ævinlega að finna þær aðferðir og þau form sem best henta á hverjum tíma, ná í senn til almennings og vinna jafnframt að þroska þeirra sem fyrir gagnrýninni verða. En þó að ýmislegt i gagnrýni Ásgeirs orki tvímælis nú er hún ótvírætt til fyrirmyndar að einu leyti: hún er unnin af natni og yfirvegun sem hverj- um einasta gagnrýnanda ber að taka sér til fyrirmyndar. Á seinni árum hefur því miður færst talsvert í vöxt að blaðadómar um leiklist og bókmenntir séu ekki annað en snöggsoðin blaðamennska, lítt rök- studd, yfirborðskennd og illa fram sett. Vinnubrögð Ásgeirs ættu að minna menn á að slíkur subbuskapur hæfir ekki þeim sem axlar þunga ábyrgð gagnrýnandans; að því leyti eru þeir íslenskum leiklistar- gagnrýnendum besta fyrirmynd sem hugsast getur. Og sé grannt skoðað sýna þeir einnig að gagnrýnandi getur vel metið leik og sýningu af næmleik og glöggskyggni, jafnvel þótt hann leggi fullríka áherslu á verk höfundarins í skrif- um sínum. Líklega er best að reyna ekki að spá því hvort greinar Ásgeirs Hjartarsonar verði í framtíðinni lesnar af öðrum en þeim sem þurfa að afla sér þekkingar á reykvískri leiklist um miðbik þessarar aldar. íslensk ritgerðasmíð hefur borið margan góðan ávöxt, og enn er of snemmt að fullyrða hvort greinar Ásgeirs séu meðal þess sem á líf fy rir höndum þegar tilefni þeirra er horfið í gleymsku og dá. Sjálfur hef ég veitt því eftirtekt að það eru ekki dómar hans sem ég les aftur mér til mestrar 108
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132
Blaðsíða 133
Blaðsíða 134
Blaðsíða 135
Blaðsíða 136

x

Tímarit Máls og menningar

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.