Tímarit Máls og menningar - 01.03.1981, Page 129
ekki um seinþroska börn og unglinga. En
ég held það væri ómaksins vert ef menn
vildu setjast niður og velta því fyrir sér
hvort nokkur unglingabók sé raunveru-
lega góð bók nema hún sé líka góð fyrir
fullorðna og öfugt. Að vísu get ég nefnt
allnokkrar nýtískar raunsæissögur fyrir
fullorðna sem ég vildi ógjarna halda að
unglingum. En ég get vel spurt: er það
ekki bara til marks um að þetta séu ógóðar
bækur?
Þessar hugleiðingar gætu orðið miklu
lengri, og kannski gefst tækifæri til frekari
umræðu ef einhverjum sýnist það þess
virði. En þær eru settar hér á blað til að
kvitta fyrir góða bók, því bók sem vekur
mann til umhugsunar er góð.
Heimir Pálsson.
ATÓMSKÁLDIN GÓÐU>
Undanfarin misseri hefur það mátt vera
áhugamönnum um íslenskar nútímabók-
menntir og bókmenntafræði gleðiefni að
sjá hvert ritið af öðru um þessi efni líta
dagsins ljós. Þar hefur Rannsóknarstofn-
un í bókmenntafræði við Háskóla íslands
oftlega haft forgöngu — nú eða þá grónari
stofnanirí samvinnu við hana. Ennfremur
hefur verið gerð myndarleg tilraun til út-
gáfu á BA-ritgerðum i fjölriti og sömu-
leiðis hefur Studia Islandica birt mikil-
vægar og alllangar ritgerðir um nútíma-
bókmenntir. Hér nægir að minna á höf-
unda eins og Silju Aðalsteinsdóttur, Friðu
1 Eysteinn Þorvaldsson: Atómskáldin. Ad-
dragandi og upphaf módemisma i íslenskri Ijóda-
gerð. Rannsóknarstofnun í bókmenntafræði,
Fræðirit 5, Hið ísl. Bókmfél., Rvík 1980.
Umsagnir um hcekur
Á. Sigurðardóttur, Gerði Steinþórsdóttur
og nú síðast rétt fyrir liðin jól Eystein
Þorvaldsson, en þá kom út kandídatsrit-
gerð hans um Atómskáldin með undir-
titli: Aðdragandi og upphaf módernisma í
islenskri ljóðagerð.
Það hefur að vísu stundum verið dálítið
á reiki hverjir ættu að tilheyra atóm-
skáldaflokknum, en Eysteinn Þorvaldsson
kýs með góðum rökum að telja þar aðeins
fimm höfunda: Stefán Hörð Grímsson,
Hannes Sigfússon, Einar Braga, Sigfús
Daðason og Jón Óskar. Þeir eru allir af
einni kynslóð, koma allir fram sem skáld
um svipað leyti — og gerast allir nýj-
ungamenn og Fjölnismenn hinir nýju eða
öðru nafni Birtingskynslóðin. Það má að
vísu vera hverjum ljóst sem handgenginn
er ljóðum þessara manna að þeir eru býsna
ólík ljóðskáld, enda sýnir Eysteinn ágæt-
lega hvernig það voru fýrst og fremst að-
stæður, söguleg tilviljun (eða kannski
söguleg nauðsyn?) sem þrýstu þeim sam-
an í einn hóp, gerðu þá að forsvarsfýlk-
ingunni þegar tíminn var kominn fýr-
ir módernismann í íslenskri ljóðagerð.
Rit Eysteins er allmikið að vöxtum, alls
323 tölusettar síður að meðtöldum skrám,
og skiptist í tvo hluta nokkuð sjálfstæða.
Fjallar hinn fýrri um sögulegan aðdrag-
anda og gerir grein fýrir atómskáldunum
hverju um sig, en í hinum síðari er þess
freistað að brjóta kveðskap atómskáldanna
til mergjar og útlista m. a. flókna form-
gerð ljóða þeirra.
Eysteinn hefur greinilega lagt feikn-
mikla vinnu í að kanna umræður um
bókmenndr ásamt hverskonar tilraunum
til nýsköpunar í íslenskri ljóðagerð á fyrri
helmingi þessarar aldar. Sögulegt yfirlit
115
L