Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.03.1981, Qupperneq 131

Tímarit Máls og menningar - 01.03.1981, Qupperneq 131
Hér hefur einkanlega verið dvalist við sögulegt yfirlit Eysteins og er þó óvikið að mörgu þar. Hins vegar hygg ég að margur maðurinn muni fagna síðari hluta verks- ins öllu meir. Hann er að vísu ekki sams- konar skemmtilestur og hinn fyrri, en þó aðgengilegasta og greinarbesta tilraun sem gerð hefur verið til þessa a. m. k. opinberlega til að útlista nútímaljóð fyrir lesendum. I fljótu bragði sýnist mér Ey- steini meira að segja hafa tekist að gera það svo að hverjum sæmilega glöggum manni ætti að vera auðlesið og nokkurn veginn auðskilið. Og það er meira en sagt verður um margt það sem flotið hefur úr penna um þessa að ýmsu leyti torskildu en auðskynjuðu ljóðlist. Um þennan hluta er ástæðulaust að vera margorður. Hann verður ekki endursagður og ekki treystist ég til að auka við hann. En hitt skal full- yrt: fyrir nemendur og kennara verður þetta langþráður lykill og ómetanlegt hjálpargagn ef menn koma auga á. Fyrir ljóðaunnendur getur hann verið mjög gagnlegur og hvetjandi, en þó held ég þeir sem hingað til hafa haldið að Ijóð væru eitthvað óskiljanlegt — allavega þessi órímuðu — myndu hafa mest gagn af að lesa hann. Heimir Pálsson. LÍTIÐ BARN LEGGUR AF STAÐ Þuríður Guðmundsdóttir heitir skáld. Hún er fædd og uppalin í Hvítársíðu í Borgarfirði, er nú kennari í Reykjavík og hefur sent frá sér fjórar ljóðabækur. Held- ur hefur bókmenntastofnunin íslenska látið sér fátt um þessar bækur finnast. Um Umsagnir um bcekur tvær þær fyrstu, Aðeins eitt blóm (1969) og Hlátur þinn skýjaður (1972), var að vísu getið i flestum dagblaðanna á sínum tíma sem efnilegra byrjandaverka, enda gefnar út af jafn pottþéttu forlagi sem Almenna bókafélaginu. Næstu bókar, Á svölunum (1975), sem höfundur gaf út á eigin kostnað, var aðeins getið á einum stað, og sama er að segja um síðustu bókina Ogþað varvor, sem kom út nú í haust1 Það er ekki gott að segja hvað veldur þessu fálæti. Skyldi það vera vegna þess að skáldið er kona og sækir yrkisefni sín gjarnan í eigin reynslu, í heim hversdagsleikans, i líf kvenna og barna? Eða skyldi það vera vegna þess að skólar, æðri sem lægri, jafnt sem bókmenntasögur og lestrarbækur af öllu tagi, hafa lagst á eitt við að kenna okkur að konur séu annars flokks skáld? Eitthvað hlýtur að valda, þvi að vist er um það, að Þuríður Guðmundsdóttir er eitt albesta skáld sem við Islendingar eigum í dag. Ogþað var vor er gefið út af Skákprenti, litlu forlagi sem aðallega gefur út blöð og timarit um skák, en hefur jafnframt gefið út nokkrar ljóðabækur eftir ýmsa höf- unda. Það væri gaman að vita hve hand- ritið að bókinni — og þá einnig handritið að A svölunum — hefur gengið á milli margra af stóru forlögunum og verið þar hafnað. Því miður læðist að manni sú hugsun, að þau leggi meira upp úr þvi að gefa út höfunda en bækur, og jafnvel að þau lesi hreinlega ekki þau handrit sem þeim berast. Það er því sérstök ástæða til að þakka Skákprenti fyrir framtakið og óska því til hamingju með góða bók. Ytri 1 Þuríöur Guðmundsdóttir, Og það var vor. 62 bls. Skákprent. Reykjavík 1980. 117
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97
Qupperneq 98
Qupperneq 99
Qupperneq 100
Qupperneq 101
Qupperneq 102
Qupperneq 103
Qupperneq 104
Qupperneq 105
Qupperneq 106
Qupperneq 107
Qupperneq 108
Qupperneq 109
Qupperneq 110
Qupperneq 111
Qupperneq 112
Qupperneq 113
Qupperneq 114
Qupperneq 115
Qupperneq 116
Qupperneq 117
Qupperneq 118
Qupperneq 119
Qupperneq 120
Qupperneq 121
Qupperneq 122
Qupperneq 123
Qupperneq 124
Qupperneq 125
Qupperneq 126
Qupperneq 127
Qupperneq 128
Qupperneq 129
Qupperneq 130
Qupperneq 131
Qupperneq 132
Qupperneq 133
Qupperneq 134
Qupperneq 135
Qupperneq 136

x

Tímarit Máls og menningar

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.